Gleymum ekki þeim sem unnu að fækkun sjóslysa á undanförnum áratugum

  Gleymum ekki þeim sem hafa stuðlað að fækkun sjóslysa. Skýrslur og tölfræðin sýna að dauðaslysum hefur fækkað verulega á síðustu áratugum og að ekkert dauðaslys varð á árinu 2008. Því miður er ekki hægt að segja sömu sögu um önnur slys sem verða á sjó þó árangur hafi einnig verið í fækkun þeirra slysa.

Það hefur orðið mikil breyting á viðhorfi sjómanna og útgerðarmanna til öryggismála. Má það meðal annars þakka Slysavarnarskóla sjómanna, útgáfustarfsemi almennt á síðustu árum, áætlun um öryggi sjófarenda og ekki síst fjölmiðlum sem hafa gegnum árin fjallað ítarlega um þennan málaflokk.

Það er eðlilegt að menn sem áhuga hafa á slysavarnarmálum velti fyrir sér hver sé ástæðan fyrir þessari fækkun dauðaslysa. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að fækka þessum sjóslysum á síðustu 20 til 30 árum. Það er rétt að hafa í huga þegar rætt er um fækkun slysa á sjó þá er það ekki einn aðili eða einn hópur manna sem á heiður af þessum ánæjulega árangri.

Það er sanngjarnt að minnast þeirra sem markað hafa leiðina og má þar nefna Slysavarnarfélagið með sínum duglegu kvennadeildum og björgunarsveitum, hönnuði að nýjum björgunarbúnaði og ekki hvað síst allan þann fjölda manna sem barist hafa fyrir bættu öryggi sjómanna. Þetta fólk hefur lagt á sig mikið starf á undanförnum áratugum og margir í sjálfboðavinnu. Margt af þessu fólki er fallið frá, en engu að síður skulum við minnast þess sem það gerði til að bæta öryggi okkar sjómanna.

Áhugamenn um slysavarnir eru stanslaust að hugsa um öryggismál sjómanna og reyna að finna lausnir til að fækka slysum. Það er ótalmargt ólokið í þeim efnum, og þó dauðaslysum hafi fækkað umtalsvert þá er margt hægt að gera til að fækka öðrum  slysum á sjó sem enn eru alltof mörg . Hafa ber í huga að í langflestum tilfellum hafa sjómennirnir sjálfir og áhugamenn um öryggi sjómanna fundið upp þau öryggistæki sem fækkuðu mest alvarlegu sjóslysunum á undanförnum árum og þar á meðal dauðaslysum.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll góði vinur.Tek undir hvert orð hjá þér. Því miður finnst mér óveðursklakkar á lofti vegna niðurskurðar á framlögum til þyrlusveita já og skipareksturs LHGÍ. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Þetta er hverju orði sannara hjá þér Simmi og oft hefur verið á brattann að sækja hjá þeim sem voru frumkvöðlar,mér er alltaf minnistæð setning sem ein persónan í vinsælum breskum þáttum sem voru hér á dagskrá mig minnir að þeir hafi verið kallaðir The Onedin Line,en þar er tekist á um hleðslulínu skipa og einn eigandin segir að honum sé sama um þessa umdeildu línu bara hann ráði hvar hún sé sett á skiphliðina,en samkv heimildum var tekist hart á um þessa línu.

Eins fannst mér athyglisvert hve skoðun skipstjórnarmanna breyttist á notkun og kunnátu í þeim efnum á gúmíbjörgunarbátum eftir að hafa prufað veltuæfinguna og synda úr bátnum og velta honum tilbaka með mönnum í.

Mér hefur alltaf funndist Hannes Hafsteinn,Þorvaldur Axels og Ásgrímur hafa lyft grettistaki er skólanum var komið af stað og fyrstu árin sem hann var rekin og námsefnið þróað og komið í það form sem við þekkjum Það í dag og kom sjóflokkur Ingólfs mjög þar við sögu og meðlimir hans og þú fjallaðir um einn þeirra Kristján fyrir ekki svo löngu.

Kv Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 19.4.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Ólafur og Laugi, já það eru óveðursklakkar á lofi og þess vegna þarf  umræðu um þessi mál svo menn sofni ekki á verðinum. Ég tek undir með þér Laugi hvað varðar Þessa menn sem telur upp og voru í forustusveit SVFÍ þegar slysavarnarskóli Sjómanna var stofnaður þetta voru hörkumenn og með ótakmarkaðan áhuga á þessum öryggismálum þarna má líka bæta við einu nafni sem er Höskuldur sem kenndi eldvarnir og slökkvistarf.

Það er mín skoðun að Slysavarnarskóli Sjómanna sé í dag vel mannaður og þeir sem þar kenna séu toppmenn og hafi mikinn áhuga á því mikilvæga starfi sem þeir gegna við skólann.

Takk fyrir innlitið og athugasemdir kæru vinir

kær kveða

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.4.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband