Fækkun dauðaslysa á sjó

Öryggismál Sjómanna 

Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins bjargaði mörgum sjómönnum

Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins kom til landsins árið 1971 og hélt af landi brott til Bretlands í september 2006. Þegar hún kvaddi landið kom fram í blaðagreinum, að á þeim 35 árum sem hún starfaði hér á landi hafi hún bjargað 300 mannslífum. Ekki er vitað hvað mikið af þeim mönnum sem bjargað var voru sjómenn, en eitt er víst að Björgunarsveitinn bjargaði mjög mörgum sjómönnum sem voru í bráðri lífshættu. Það var slæmt að missa þessa öflugu björgunarsveit af Keflavíkurvelli.

Einkunnarorð sveitarinnar er: ,,Svo aðrir mættu lifa”.

 

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Það var  mikið gagn af þyrlusveit VL. Sumarið 1972 sótti ein þeirra bróðir minn sem enn er 3 árum yngri en ég merkilegt nokk, uppí Landmannalaugar ásamt konu einni. Þau höfuðu bæði fengið heilahristing eftir að rekast harkalega saman við að "hlaupa í skarðið" sumarferð starfsfólks í Stálvík.  Þau jöfnuðu sig nú fljótt af þessu, en það voru tvö atriði sem mér líkað illa við og voru eftirköst þessarar flugferðar hans. Í fysta lagi þegar hann var að hæla sér af því að hafa flogið í þyrlu en ekki ég, og í öðrulagi hvað hann gerðist eindreigin stuðningsmaður BNA og stríðsins í Vietnam ! En vissulega komu þessar þyrlur of við sögu og höfðu sitt að segja þegar litlu mátti muna milli lífs og dauða.

Jóhannes Einarsson, 16.4.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband