Nokkrar fallegar Eyjamyndir frá Kjartani Ásmundssyni

CCI01032009_00001

Hér má sjá Arnodd Gunnlaugsson frá Gjábakka, hann var skipstjóri og útgerðarmaður á Suðurey VE og er þarna í stýrishúsglugganum á Suðurey VE 20.

Þetta er skemmtileg mynd, takið eftir dekkljósunum og kistu upp á stýrishúsi sem í var Gúmmíbjörgunarbátur og svo sést aðeins í miðunarstöðvarloftnetið.

 

 

 

 

Nokkrar skemmtilegar myndir frá Kjartani Ásmundsyni sem hann sendi mér og eru þær allar teknar fyrir Heimaeyjargosið 1973.

CCI20032009_00002Picture 423_edited

Og að sjálfsögðu eru þær frá austurbænum og Urðunum þar sem urðarkettirnir héldu sig í gamladaga Grin

Picture 845_editedCCI20032009_00000

Innsiglingin og rafmagnsstöpplarnir sem tóku við rafstrengunum frá Heimakletti.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, og þakka þér fyrir síðast, verst hvað við gátum ekki spjallað lengur, það hefði verið gaman.

Er það Addi í glugganum á Suðurey?

Mikið finnst mér það vitlaust að þeir skildu setja rafstreingin upp í klett áður en hann tók land, veist þú eitthvað um það? út af hverju var farið með strenginn upp í Heimaklett?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 17:39

2 identicon

Já þetta er hann pabbi

Bestu kveðjur

Elísabet Arnoddsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi minn, já ég tek undir það að það hefði verið gaman að spjalla lengur saman. Þú kemur kannski einhverntíman við í Siglingastofnun og þá get ég sýnt þér starfsemina hér ég veit að þú hefðir gaman af því. 'Eg veit ekki af hverju línurnar voru settar fyrst upp á klett.

Já í glugganum er Arnoddur á Suðurey. 'Eg var ekki viss á þessu fyrr en Elísabet staðfesti þetta hér fyrir ofan.

kær kveðja og vonandi batnar þér í hnénu sem fyrst.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.4.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi!Flottar myndir frá Kjartani. Fór í vetur með Tryggva Sigurðs í heimsókn til Kjartans og þá komu í ljós margir"gullmolar"frá gamalli tíð hér í Eyjum. Bæði ljósmyndi og kvikmynda bútar. Mikið tekið af stjúpfaðir hans Markúsi. Tryggvi gat eiginlega í hvoruga löppina stigið af áhuga þegar hann komst í safnið hjá Kjartani. Mér finnst myndin af "Adda á Suðureynni" alger gullmoli. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll ólafur. já þetta eru flottar myndir frá Kjartani. Ég trúi þessu með Tryggva Sigurðsson, hann er eins og við Óli minn með óbilandi áhuga á þessu gamla sérstaklega ef það tengist sjó eða skipum af öllum stærðum  og skemmtilegum mönnum. Samála þér að myndin af Adda á Gjábakka er algjör gullmoli.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband