1.4.2009 | 23:10
Nokkrar fallegar Eyjamyndir frá Kjartani Ásmundssyni
Hér má sjá Arnodd Gunnlaugsson frá Gjábakka, hann var skipstjóri og útgerðarmaður á Suðurey VE og er þarna í stýrishúsglugganum á Suðurey VE 20.
Þetta er skemmtileg mynd, takið eftir dekkljósunum og kistu upp á stýrishúsi sem í var Gúmmíbjörgunarbátur og svo sést aðeins í miðunarstöðvarloftnetið.
Nokkrar skemmtilegar myndir frá Kjartani Ásmundsyni sem hann sendi mér og eru þær allar teknar fyrir Heimaeyjargosið 1973.
Og að sjálfsögðu eru þær frá austurbænum og Urðunum þar sem urðarkettirnir héldu sig í gamladaga
Innsiglingin og rafmagnsstöpplarnir sem tóku við rafstrengunum frá Heimakletti.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, og þakka þér fyrir síðast, verst hvað við gátum ekki spjallað lengur, það hefði verið gaman.
Er það Addi í glugganum á Suðurey?
Mikið finnst mér það vitlaust að þeir skildu setja rafstreingin upp í klett áður en hann tók land, veist þú eitthvað um það? út af hverju var farið með strenginn upp í Heimaklett?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 17:39
Já þetta er hann pabbi
Bestu kveðjur
Elísabet Arnoddsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:26
Heill og sæll Helgi minn, já ég tek undir það að það hefði verið gaman að spjalla lengur saman. Þú kemur kannski einhverntíman við í Siglingastofnun og þá get ég sýnt þér starfsemina hér ég veit að þú hefðir gaman af því. 'Eg veit ekki af hverju línurnar voru settar fyrst upp á klett.
Já í glugganum er Arnoddur á Suðurey. 'Eg var ekki viss á þessu fyrr en Elísabet staðfesti þetta hér fyrir ofan.
kær kveðja og vonandi batnar þér í hnénu sem fyrst.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.4.2009 kl. 23:23
Sæll félagi!Flottar myndir frá Kjartani. Fór í vetur með Tryggva Sigurðs í heimsókn til Kjartans og þá komu í ljós margir"gullmolar"frá gamalli tíð hér í Eyjum. Bæði ljósmyndi og kvikmynda bútar. Mikið tekið af stjúpfaðir hans Markúsi. Tryggvi gat eiginlega í hvoruga löppina stigið af áhuga þegar hann komst í safnið hjá Kjartani. Mér finnst myndin af "Adda á Suðureynni" alger gullmoli. Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 22:30
Heill og sæll ólafur. já þetta eru flottar myndir frá Kjartani. Ég trúi þessu með Tryggva Sigurðsson, hann er eins og við Óli minn með óbilandi áhuga á þessu gamla sérstaklega ef það tengist sjó eða skipum af öllum stærðum![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
og skemmtilegum mönnum. Samála þér að myndin af Adda á Gjábakka er algjör gullmoli.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2009 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.