Það er fallegt í Vestmannaeyjm. Miðklettur og Ystiklettur

klettarnir Vinur minn Kjartan Ásmundson sendi mér þessa fallegu mynd sem tekin er fyrir Heimaeyjargosið, hún er tekin frá lóðinni á Gjábakka. Með myndinni skrifar Kjartan eftirfarandi: Þessi mynd er tekin af hlaðinu heima  þetta er eins og að horfa út um eldhúsgluggan , það er ekki ónýtt að hafa þetta fyrir augum. Við áttum heima á Bakkastíg 8 (Stóra Gjábakka) - Húsið beint á móti (aðeins hægra meginn) er Bakkastígur 9 þar bjó Addi vinur okkar á Suðurey - Hann var frá Gjábakka- Gjábakkarnir vor 3. KV Kjartan.

Sjálfur var ég í Eyjum í dag vegna vinnu minnar í fallegu veðri þar sem ég hitta nokkra skemmtilega Eyjamenn.

Kær kveðja SÞS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg mynd Simmi minn.Kveðja til Kollu þinnar. P.S. Búin að sleppa Búkollu úr fjósinu út á engið.Kannski tek ég hana inn aftur í haust.

Ragna B (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Ragna, já þetta er yndisleg mynd sem vekur upp góðar minningar. Það er aftur á móti ekki eins skemmtilegt að þú skulir vera búin að sleppa Búkollu út úr fjósinu. Vonandi verður það ekki lengi, alla vega er það mjög oft sem duglegir bloggara eins og þú ætla að hætta en byrja fljótlega aftur. Einu sinni Bloggari alltaf bloggari . Takk fyrir innlitið Ragna og ég er búinn að skila kveðju til Kollu. Biðjum að heilsa þér og þínum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.3.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Flott útsyni, svo hefur fólkið sem þarna bjó getað fylgst með Bátunum koma inn í misjöfnum veðrum.Nafnið nafar vísar það til einhvers? Kv Valdi

þorvaldur Hermannsson, 25.3.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorvaldur, já það hefur verið gott úsýni yfir innsiglinguna.  Nafnið Nafar víar í smástand við Smáeyjar vestan við Heimaey. Manstu ekki eftir honum Valdi ? . Takk fyrir innlitið, kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.3.2009 kl. 22:58

5 identicon

Sæll Simmi,alltaf gaman að detta inn á síðuna þína,fræðandi og rifjar upp margar góðar minningar.

Ég minnist þess er fólk safnaðist saman á Skansinum í suð-austan garra og horfði á bátana koma inn,þá var innsiglingin ekki svo létt sem nú.

Kv Laugi

ps myndin af Erling sem fylgdi með pistlinum af Hjalla á Enda er tekin eftir gos og eftir að Gunni-Malli og félagi keyptu bátinn,fram að því var báturinn með síðutog en er kominn með skutgálga og það er um 75-6

Laugi (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Simmi,Jú mér rámar í það núna þegar þú minnist á það að hafa heyrt minnst á hann.Ég opna svo ekki útidyra hurðina hjá mér að ég hitti ekki einhvern Vestmanneyjing til að spjalla við,það er mjög gaman.Kv Valdi

þorvaldur Hermannsson, 26.3.2009 kl. 20:37

7 identicon

Sæll Sigmar, aðeins um skerið nafar. Sker þetta var notað til þess að merkja hvernig sjólag var við sandinn. Það sagði til um hvort fært væri eða ekki, ef braut á nafarnum var ófært. Annað örnefni tengist nafarnum ,það er Rínisklettur  og er hann við Höfðaveginn c. a.27 , þangað fóru menn til að aðgæta hvort braut á nafarnum. Kveðja Sigþór.

Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:22

8 identicon

Myndin er falleg enda hvað annað? úr Eyjum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:50

9 identicon

Sæll Simmi og takk fyrir síðast.

Það er greinilegt þegar maður sér svona mynd að maður hefur engu gleymt. Það er eins og gosið hafi ekki skemmt minningar um fornar slóðir hvað þá skemmtilega menn eins og Kjartan Ásmunds.

Kveðja til þinna!

Snorri

snorri í betel (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:15

10 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigþór og takk fyrir að setja inn þessar upplýsingar um Nafarinn og takk fyrir innlitið

 Heil og sæl Halla frænka já það er ekki við öðru að búast frá Heimaey takk fyrir innlitið Halla.

Heill og sæll Snorri já það skemmir ekki neinn myndirnar í minningarbankanum okkar. Það er alltaf fallegt í Eyjum og minningarnar sterkar frá þeim árum sem við bjuggum þar. Það er nú kominn tími til Snorri minn að við hittumst og tökum spjall saman.

Þakka ykkur innlitið

 kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.3.2009 kl. 18:23

11 identicon

Ég ætla að biðja ykkur vesturbæinga Simma og Snorra að hafa mig með í þessu kaffi. Þar sem tveir vesturbæingar eru komnir saman, verður að vera einn úr austurbænum. Annars nær umræðan ekki austur fyrir Kirkjuveg og verður þ.a.l. ekki eins skemmtileg : - ))) 

Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:05

12 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kjartan minn, ekki myndi það skemma að hafa þig með í spjallinu. Við gætum t.d rætt um kappróður fermingapeyja á sjómannadaginn hér áður fyr. Var það ekki miðbærinn sem oftast vann, það minnir mig . Þú komst ekki í Kolaportið í morgun ?.

kær kveðja hér úr brekkunni

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.3.2009 kl. 22:11

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Simmi minn.

Myndin er falleg. Glæsilegt útsýni. Fyndið að sjá gamla olíutankinn. Þessir tankar voru við öll hús hér á árum áður. Svona stór tankur var fyrir ofan samkomuhúsið. Sem betur fer hitum við húsin með rafmagni í dag en best væri ef við myndum finna heitt vatn.

Takk fyrir innlitið á bloggið mitt. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:58

14 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa, já ég var raunar ekki búinn að leiða hugan að olíutanknum og einnig má þarna sjá öskutunnu. Svona olíutankar voru fyrir utan öll hús í Eyjum á þessum tíma. Já það er gaman að þessum gömlu myndum.

Takk fyrir innlitið

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.3.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband