Bifreiðarstöð Vestmannaeyja stofnuð 20.11.29

Áttatíu ár frá stofnun Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja

Helgi Benónýsson

 

Bifreiðastöð Vestmannaeyja var formlega stofnuð 20. nóvember 1929, stofnendur voru eftirtaldir bifreiðastjórar;

Helgi Benónýsson, Vesturhúsum, Gunnlaugur Gunnlagsson, Hólagötu 11,  Lárus Árnason, Búastöðum, Páll Erlendsson Brekastíg 29, Baldur Sigurðsson Heiði, Ólafur Guðjónsson Stakkholti, Bernódus Stakkagerði, Jón Þorleifsson Sólhlíð 6.

Aðalhvatamaður að stofnun BSV var Helgi Benónýsson á Vesturhúsum.

 Myndin hér til hliðar er af Helga Benónýssyni

 Fyrsti stöðvarstjóri var Bjarni Jónsson Svarbarði.

Bilstjórar á BSV

Bifreiðastjórar á BSV 

Myndin er tekin 1967 t.f.v; aftari röð: Hilmar Jónsson, Magnús Guðjónsson, Guðmundur Högnason, Einar Jónsson, Magnús Ágústsson, Ari Pálsson, Adólf Sigurjónsson, Jens Ólafsson, Gustaf Sigurjónsson, Guðsteinn Þorbjörnsson, Páll Gíslason, Jón Þorleigsson, Haukur Högnason, Ármann Guðmundsson. Fremri röð t.f.v; Daníel Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Jóhann Gíslason, Oddgeir Kristjánsson, Andrés Guðmundsson, Engilbert Þorbjörnsson, Sigurjón Sigurðsson.

 

 Gamlir BSV bílar

 Á fyrstu árum BSV voru verkefni mjög fjölþætt . Allflestir fiskverkendur söltuðu sinn fisk og sólþurkuðu á svonefndum stakstæðum sem þöktu mikið landsvæði í Vestmannaeyjum hér áður fyrr. Þá var einnig fiskhausum og hryggjum ekið út um tún og hraun og sólþurkað. Oft var hér um að ræða útflutning á stórum förmum. Þá var mikið um að bifreiðastjórar ækju slógi og húsdýraáburði á tún og í kálgarða. Akstur fyrir fiskibáta hefur ávalt verið mikill bæði með fisk og veiðarfæri. Það skapaði einnig þó nokkra vinnu hér áður fyr að keyra vatni í brunna eyjamanna, það lagðist af þegar vatnsleiðslan var lögð til Eyja. Einn þáttur í vinnu vörubílstjóra í Eyjum var akstur svonefndra bekkjabíla á Þjóðhátíð, var þá settir bekkir upp á vörubílana og þeir síðan notaðir til að keyra fóli úr og í Herjólfsdal. Ég var tvö ár rukkari aftan á vörubíl hjá Ástvaldi í Sigtúni og græddi vel á þeim Þjóðhátíðum, því Ástvaldur var mjög sangjarn og borgaði mér vel fyrir eða viss % af innkomu. En ég man að þetta var mikil törn meðan á þessu stóð, en gaf góðan pening ef bílstjórar voru duglegir að keyra.

Ætli stæðsta verkefni bifreiðastjóra í Vestmannaeyjum hafi ekki verið vikurhreinsunin eftir Heimaeyjargosið 1973 en gífurleg vinna var við að hreinsa bæinn af vikri sem þakkti svo til alla Heimaey.

Ísleikur Jónsson

Þeir sem lengst störfuðu sem bifreiðarstjórar á BSV voru í því starfi í 50 ár, og flestir voru bilstjórar á BSV 35 menn.

 BSV 50 ára

Það gefur auga leið að við sem unnum á bátunum kynntumst þessum mönnum nokkuð vel og í minningunni voru þetta upp til hópa skemmtilegir og góðir menn. Ísleikur Jónsson var einn af þeim sem var svolítið sérstakur maður, en hann talaði alltaf um sig og bílinn sem eitt. Hann sagði til dæmis: Ég er búinn að vera með vatnstankinn á mér í tvo daga og keyra út miklu af vatni. Ég hef verið undir mér í allan dag að gera við. ‘Eg ætla að bakka mér aðeins lengra og svo framvegis. Þetta var skemmtilegur kall og einstaklega góðu náungi. Mér er líka minnistætt að nokkrir af þessum mönnum leyfðu okkur strákunum að sitja í þegar þeir voru að landa úr bátunum. Þetta tafði þá aðeins því við urðum að fara út úr bilnum þegar verið var að vigta svo við skekktum ekki vigtina á fiskinum.

Hluta af þessari færslu tók ég úr gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, en ég fékk á sínum tíma Magnús Guðjónsson bilstjóra til að skrifa um BSV sem hann og gerði vel og skilmerkilega. Það er því gott að þessi saga um Bifreiðarstöð Vestmannaeyja er til í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1985 ásamt mörgum myndum frá sögu stöðvarinnar.   Þökk sé Magnúsi Guðjónsyni.

Að sögn Magnúsar Guðjónssonar hætti BSV eða Bifreiðastöð Vestmannaeyja starfsemi 26. ágúst 2003.  

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri vinur!Þarna þekkir maður mörg andlit  Enda þjónuðu þessir menn manni bæði i"leik"og starfi. ef maður getur orðað það svo. Þakka þér aftur og enn fyrir þessar skemmtilegu myndir sem þú birtir á síðunni. Þorsteinn Eyfirðingur var einn af þeim sem talaði t.d.um skipið og sig sem eitt. Einu sinni sagði hann við strák sem var að smúla:"Smúlaðu á mér rassg.... strákur. Nú strákur hafði engin umsvif með það og gerði nákvæmlega eins og kallinn hafði sagt

Ólafur Ragnarsson, 22.3.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Simmi minn.

Flottar færslur hjá þér. Ég skoðaði fullt af færslum núna hjá þér og þarna er mikill fróðleikur og gagnlegur. 

Markúsarnetið hefur bjargað mörgum og mér líst vel á Neyðarnótina Hjálp. Þú ættir að kíkja á bloggið hjá Jenna bloggvini mínum og sjá myndir af togara sem hafði lent í mikilli ísingu. Slóðin er: http://jenni-1001.blog.is/blog/jenni-1001/   Jenni er búsettur í Kanada. Hann er frá Vopnafirði. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, mikið er gaman að þessu þegar þú skrifar eithvað sem ég þekki, eins og fyrirtæki sem hann teingdafaðir minn átti hlut í, ég er sammála þér með það að þessir menn voru og eru mjög sérstakir í alla staði.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 20:35

4 identicon

Sæll vertu Simmi minn...Gaman að rifja þetta upp starfssemii BSV,þá dettur mér saga sem sögð var um Bjarna Guðmundsson á Illugagötunni,,þannig háttaði til, hann geymdi vörubílinn sinn inni á nóttinni og var skúrinn undir hjónaherb...Hann átti að hafa sagt við félaga sína á bílastöðinni "konan mín vaknar alltaf þegar ég tek hann út á morgnanna"..En hugsaðu þér breytinguna þarna höfðu tugir manna vinnu við að keyra vörubíla ætli það séu ekki ca 5-6 sjálfstætt starfandi bílar í eyjum og þá mest kranabílar,,kveðja héðan úr Eyjum,þar sem fuglinn er sestur upp í björgin..þs

þs (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:30

5 identicon

Innilegar hamingjuóskir með daginn :) Hafðu það sem allra best í dag.

Þetta er frábær síða hjá þér. Þú ert með miklar heimildir hér.Og takk fyrir að hafa haldið Þórunn Sveins síðunnivið.

Kata Gísla (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli, takk fyrir innlitið, þetta er skemmtileg saga um strákinn sem smúlaði rasgatið samkvæmt skipun  mætti koma með fleiri svona sögur. Kær veðja

Heil og sæl Rósa og takk fyrir að benda mér á síðuna hans Jenna ég hafði gaman af að skoða hana. Mér finnst einnig athyglivert að þú skulir hafa áhuga á þessu bloggi mínu um öryggisbúnað skipa, það eru ekki margir sem tjá sig um um þau mál. 'Eg þakka þér innlitið og skilaðu kveðju til Alla frá mér.Kær kveðja

Heill og sæll Helgi já það er gaman að láta hugan reika aftur í tíman og það er einnig nauðsynlegt að minnast þeirra manna og kvenna sem fallnir eru frá. Það er allavega mín skoðun. Takk fyrir innlitið. Kær kveðja

Heill og sæll Þórarinn já þetta er skemmtileg saga af Bjarna og ég held að hún sé sönn. Alla vega var hann með bílskúrinn undir íbúðinni á Illugagötu. Já það er mikil breyting frá því áður var. Áður en ég setti þetta á bloggið hafði ég samband við Magga á Reykjum og hann sagði mér að þeir hefðu mest verið með 35 vörubíla á BSV  og samt vantaði oft bíla þegar margir bátar voru að landa í einu. Takk frir innlitið og söguna af Bjarna. Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæl Kata frænka, Takk fyrir góðar afmæliskveðjur, já ég átti góðan afmælisdag en lenti í smá ævintíri sem ég blogga kannski um við tækifæri.

Já við þurfum að vera duglegri við að setja inn Þórunnar síðuna.

Takk fyrir innlitið Kata mín, Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband