Neyðarnótin Hjálp endurbætt og prófuð

Neyðarrnótin Hjálp hefur nú verið endurbætt. Hún var prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna í síðustu viku með góðum árangri að sögn Hilmars Snorrasonar og félaga í Slysavarnarskólanum. Hún hefur fengið viðurkenningu sem björgunartæki til að ná mönnum úr sjó frá Siglingastofnun.

Neyðarnótin Hjálp 1Neyðarnótin Hjálp 2

Neyðarnótin Hjálp prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna 11. mars 2009

Neyðarnótin Hjálp 3Neyðarnótin Hjálp 4

Neyðararrnótin Hjálp heitir nýjasta björgunartækið til að ná mönnum úr sjó, hún var sett á markað 1996. Nótin er ætluð til að bjarga mönnum úr sjó og vötnum og kemur að gagni þó sá sem bjarga á sé meðvitundarlaus. Kristján Magnússon er höfundur nótarinnar og framleiðandi. Búið var að vinna að þróun nótarinnar í 10 ár þegar hún kom á markað, og enn hefur Kristján gert lagfæringar á Neyðarnótinni Hjálp. Meðal annars sett stífara flot sem er sjálflýsandi og heldur nótinni betur opinni.

Neyðarnótin Hjálp 5 HÖ

Þykir þetta tæki byltingarkennt. neyðarnótin Hjálp virkar þannig að menn sem falla í sjó eða vatn eru fiskaðir upp hvort heldur þeir eru með eða án meðvitundar. Aðalkostur nótarinnar er sá að menn eru teknir upp í láréttri stellingu, sem er einkar mikilvægt þegar um ofkælingu er að ræða.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Hér er mynd af hönnuði Kristjáni Magnússyni með kassana sem geyma nótina Hjálp.

 

 

Neyðarnótin Hjálp 5 Sæbjörg

 

 

Myndin er tekinn þegar prófanir fóru fram um borð  í Sæbjörgu.

 

 

 

 

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Mikið er nú gaman að sjá að Krístján Magg er enþá að og virkur félagi í bjsv,við vorum saman í Ingólfi og komum meðal annars að leitinni að skipverjum á Fjallfossi uppá Grundartanga og fengum svo að kynnast sjóhæfni Gísla J Johnsen björgunar skipinu á leiðinni til Rvk á eftir,það getur gert all sæmilegustu báru við Kjalarnesið og erfitt að átta sig á hvaðan hún kemur í myrkri,eina og við lentum í

En ég veit að Kristjan var farinn að huga að endurbótum á björgunarnetinu um 1982-3 og hann hefur starfað ötulega að björgunarmálum um árabil,það mætti alveg huga að því að heiðra hann á Sjómannadaginn fyrir björgunarstörf og störf í þágu slysavarnafélagsins og Landsbjargar.

Kv Laugi

Laugi (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi, já Kristján hefur auðsjáanlega mikinn áhuga á þessum málum. Ég hef verið í sambandi við hann vegna endurbóta á Neyðarnótinni Hjálp, en eins og kemur fram í bloggfærslunni minni þá var hann að gera endurbætur á henni sem gerir nótina að enn betra björgunartæki. Ég tek heilshugar undir það að það ætti að heiðra Kristján á SJÓMANNADAGINN hann á það svo sannarlega skilið.

Takk fyrir innlitið Laugi

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.3.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband