Bryggja við Vík í Mýrdal

Bryggja við Vík

 

Höfn í Vík í Mýrdal.

Hér áður fyr var oft rætt um að það vantaði fleiri hafnir við suðurstönd Íslands, kom þá oft til álita höfn við Dýrhólaós, Vík í Mýrdal og Þykkvibæ. Á sínum tíma var sérstök nefnd starfandi sem átti að kanna möguleika á nýju hafnarstæði en ekki er vitað hvað út úr þeirri nefnd kom.

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978 er teikning af hafnarmannvirkjum við Vík í Mýrdal dagsett í september 1921 og undirrituð af Torvald Krabbe þáverandi vitamálastjóra.

Hér er ekki um lokaða höfn að ræða heldur garð og bryggju, þar sem skip á stærð við Skaftfelling gamla gat lagst við bryggju. Þarna hefði verið hægt að skipa upp vörum og lítil fiskiskip getað lagt upp afla sinn. Þessi fyrirhugaða bryggja hefði verið staðsett nokkru vestan við sjálfa Víkurbyggð þ.e.a.s. við svonefndan Bás.

 Unnið úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978

Kær kveðja SÞS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, af hverju var ekki ráðist í höfn þarna í Vík í Mýrdal, það hefði oft komið sér vel að geta skotist inn þegar siglingarleiðinn var í raun ófær fyrir suðurodda Íslands, en menn urðu að skrölta alla leið heim. Mér var sagt af formanni Björgunarfélagi Vestmannaeyja, að þeir á björgunar bátnum Þór, fóru jafn oft austur á Vík eins og upp í Bakkafjöru, að mæla fjörurnar, þannig að stjórnvöld hafa haft augastað á Víkurfjöru, en sem beturfer völdu þeir Bakkafjöru.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, ekki veit ég af hverju ekki var byggð höfn við Vík. Kannski var þetta bara draumur okkar sjómanna að fá þarna höfn til að skjótast inn í þegar brældi. Það hefur verið rætt um þetta frá því ég man efuti mér.

'Eg spurðist fyrir um þessar mælingar við Vík og fékk upp að þarna er verið að mæla til að fá upplýsingar um ströndina sem er alltaf að breytast þarna. Það er ekki verið að hugsa um að byggja þarna höfn.

Takk fyrir innlitið Helgi

kær kveðja úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband