Síðutogarinn Bjarnarey VE 11

Bjarnarey VE og Elliðaey VE Einu sinni var

Þeir voru glæsilegir þessir gömlu síðutogarar. Hér á myndinni er togarinn Bjarnarey VE 11 og í fjarska má sjá Elliðaey VE- 10  sigla í gagnstæða átt. Þetta eru vel gerð mynd af tveim togurum sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjam í gamla daga.

Bjarnarey VE  í höfn

 

 

 

 

 

 

 

 Bjarnarey VE - 10

Elliðaey í höfn

 

 

 

 

 

 

Ellíðaey VE - 11

 

 

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigmar.

Mér finnst líka alltaf einhver "Sjarmur" yfir síðutogurunum.

Heima á Ísafirði voru tveir síðutogarar Sólborg og Ísborg og þó ég væri ekki hár í loftinu á þeim tíma, þá dáðist ég að þessum fallegu skipum hvort þær voru á siglingu eða bara við" kajan".

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:25

2 identicon

Sæll vertu Simmi minn!!!Gaman að sjá þessa mynd hjá þér..Vekur upp helling af mynningum,pabbi gamli var á Bjarnarey og þeir stunduðu siglingar á Hull með ísfisk,það var gott á þessum árum að eiga pabba sem sigldi,,ég man að ég og Margrét systir fengum hin fágætustu leikföng þegar pabbi kom heim,mamma sagði mér seinna að pabbi hefði lætt að henni ymsum tískuvarningi sem ekki fékst í "Bjarma" á þessum árum. kv þs

þs (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, hver málaði þessa mynd? Verst að ekki skuli vera til einn síðutogari á floti.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn Gíslason já ég er sammála þér að þetta voru glæsileg og falleg skip að sjá svona á siglingu, en stundum fannst manni þau vera drungaleg þegar maður komst að þeim á bryggunni. Það kom nefnilega þó nokkuð oft fyrir að togarar bæði erlendir og íslenskir komu inn til Vestmannaeyja með slasaða sjómenn, að því leiti leist manni ekki á þá.

Heill og sæll ÞS já pabbi var líka á þessum togara man nú ekki hvort skipið það var. Ég  upplifði þá þessa sömu tilfinningu að vera einn af fáum sem fékk fágæt leikföng eins og upptekt mótorhjól bát og fl.

Heill og sæll helgi því miður er ekki vitað hver málaði þessa mynd. Ég er sammála þér að það hefði átt að varðveita einn togara í það minnsta.

þakka ykkur fyrir innlitið

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.3.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Simmi.Ekki ætla ég að skemma stemminguna. En ég heyrði einhverstaðar að svona mynd og svipaðar hafi verið til sölu í Englandi. Annað hvort í Grimsby eða Hull. Málarinn hafi málað skipin og settt á þau einkennisstafi. Sett hvalbak eða bakka eftir á hvernig skipi kaupandinn var. Svona hálfgerð fjöldaframleiðsla. Það sem mér finnst mæla með þessum söguburði eru löndunarstagið sem sést  úr formastrinu í skorsteininn og gilsana hangandi niður úr því. Þessi stög voru aldrei á íslensku togurunum ekki svo ég viti best.Allavega ekki eftir að ég byrjaði á þeim(1955) En þau voru sett upp af löndunargenginu áður en löndun höfst. Ég er sammála um varðveislu.En það er of seint.Því eru svona menn eins og Tryggvi Sig ómissandi.Einnig væri t.d.áhugavert að byggja t.d brú af síðutogara,1 háseta klefa borðsal eða eitthvað í þá átt í sambandi við Sjóminjasafn.Nú þessu mætti dreifa á sjóminjasöfn um landið sem ég tel að komi i framtíðinni.Í sambandi við aukningu á ferðamannaiðnaði.Hér í Eyjum t.d líkan(Tryggi smíðar)af öðruhvoru skipinu.Nú svo endurbyggt eitthvað af fyrrgreindum hlutum.Þetta tel ég spennandi verkefni til þess að komandi kynslóðir sjómanna sjái hvernig að forverum þeirra var búið.Síðustu mistökin í þessum málum tel ég vera þegar Valberg II var sendur í"pottana"Taka t.d brú og keis bátsns hér í land.Byggja brúna og borðsalinn upp.Semja við Rabba á Dalarafni og útbúa brúna tækjum þess tíma er báturinn var byggður,En Valberg II(upphaflega Guðbjartur Kristján svo í mörg ár Víkingur III) var síðasta orginal eintakið af vertíðar og síldarbátunum sem byggðir voru í Noregi fyrir Íslendinga kring um 1960.Já það er gaman að láta sig dreyma.Séru ávallt kært kvaddur og takk fyrir skemmtilega síðu.

Ólafur Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur ekki veit ég hver er málarinn en myndin finnst mér flott, en ég þekkjti ekki þessi skip og þess vegna get ég ekki dæmt um gæði myndarinnar. Bætti við tveimur myndum af Bjarnarey og Elliðaey þannig að menn gætu sjálfir borið þetta saman. Tek undir með þér um söfnin þar má gera betur, en vil benda á að Sjóminjasafnið í Reykjavík er á góðri leið og virkilega gaman að skoða það.

Myndin af þér með húfuna er flott, takk fyrir innlitið

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.3.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi.Gæðin voru ekki slæm og þetta er skemmtileg mynd. Og ég er ekki viss um sannleikann um hana. En þetta með stögin styður það sem ég sagði svolítið..Já það er dálítið óplægður akur þetta með sjóminjasöfnin. Og ég veit að útlendingar sem til landsins koma allavega stór hluti af þeim hafa áhuga á hvernig líf var hér fyrr á árum.Oft miklu fremur skoða sögulega staði (sjó)minjasöfn og fá að rýna í fortíðina heldur en sitja inni á einhverslags listasöfnum í Reykjavík. Já ég heyri að ég hef haft Sigrúnu forstöðukonu Sjóminjasafnins þar illilega fyrir rangri sök í fyrra. Hún mun vera að gera góða hluti þarna.  Það mun nú vera sýning sem mig hefði langað að sjá.  Eða er þar ekki núna sýndar myndir aðallega eftir hinn kunna ljósmyndara Guðbjart Ásgeirsson. (var hann það ekki)  Myndir af börnum og unglingum til sjós.Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 9.3.2009 kl. 02:16

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli, já ég er sammála þér um sjóminjasöfnin þau eru áhugaverð og Sigrún hefur gert góða hluti í þessu nýja safni í Reykjavík. En nú er hún hætt og nýr maður tekinn við, er þetta ekki eftir bókinni áhugamenn og konur koma þessu vel á legg og þegar komið er yfir erfiðasta hjallan þá koma meira menntaðir og segja: nú get ég.

Sýningin á peyjunum sem eru á sjó með pabba sínum og reyndar einnig börn við ýmsa vinnu er í Þjóðminjasafninu, ég fór og skoðaði þá sýningu og hafði gaman af. Þetta er bara eins og við munum þetta maður fékk að fara með á sjó og var látinn vinna eithvað bara til að gera sjóferðina skemmtilegri. En oftast var maður drullusjóveikur þó það væri sléttur sjór og bongóblíða.

Kær kveðja takk fyrir innlitið

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.3.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband