Línuuppsetnig í Eyjum, einu sinni var.

Snemma byrjað að vinna

 

   Hér áður fyrr var það algengt að  fjölskyldan öll vann við uppsetningu á línu, ásamt því að hnýta öngla á tauma fyrir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum.

Þessi  systkini kunna auðsjáanlega vel til verka en þau eru að setja upp línu. Foreldrar þeirra voru Guðmundur Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir, bæði látinn.

T.f. v,: Rannveig Guðmundsdóttir er þarna að splæsa línuna saman ekki allar stelpur sem kunna það, Guðný Guðmundssóttir og bróðir þeirra Grétar Guðni Guðmundsson. Bak við þau má sjá stokktré og önglabúnt.

 

 

Guðmundur og Sigríður og fjölskSigríður með Færeyja stelpum

Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Kristjánsson ásamt börnum sínum t.f.v Kristján Sigurður, Guðný, Helga, Guðbjörg, Rannveig Ólena og Grétar Guðni.

Á seinni myndinni er Sigríður með fríðum hóp færeyskra kvenna sem unnu í Vinnslustöðinni 1956. En allar þessar stúlkur voru í fæði hjá henni þennan vetur. Sigríður seldi fæði í mörg ár og var það kallað að taka kostgangara. Guðmundur Kristjánsson keyrði lengi flugrútuna sem fór frá Skólaveg 1 og upp á flugvöll í Eyjum. Ég kynntist Guðmundi er við unnum saman sem beitumenn á Freyju VE 260, hann var góður kall.     

Þessar myndir eru úr Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja 1996 og 1997.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, segðu mér eitt, var þessi maður sem þú nefnir Guðmundur Kristjánsson oft nefndur Gvendur bö?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, nei það var allt annar maður sem var smiður og var með stórt smiðaverkstæði á Hásteinsveg þar sem Hjólbarðaverkstæði Braga Steingríms var eða var.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.2.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já svona getur maður tekið vitlaust eftir þegar Lóa amma var að segja mér frá mönnum sem hún var samferða í lífinu.

Kær kveðja frá Eyja.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 18:20

4 identicon

Sæll vertu Simmi minn..Gaman að sjá þessar myndir þetta vekur margar minningar,á þessum árum og allatíð  voru Sigga og Guðmundur mikið vinafólk mömmu og pabba og mikill samgangur ég man vel eftir þessu enda fékk maður oft að hjálpa Grétari sem er skóla og fermingarbróðir við að fella línu þarna lærði ég meðal annars að splæsa,kv þs

þs (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Tóti, gaman að fá frá þér línu, langt síða þú hefur sést hér á síðunni minni. Já þetta var og er dugnaðarfólk og dæmigerð dugnaðarfjölskylda og gaman að þessar myndir skulu vera til frá þessum tíma. Þetta upplifði maður allt sjálfur og þess vegna finnst mér gaman að ryfja upp minningar um þessa gömlu tíma. Þessar myndir eru úr grein um Sigríði og Ylle Guðnason konu Haraldar Guðna sem heitir Kostgangarar. Ég kynntist Guðmundi vel í beituskúrnum á Freyju VE 260 þar var hann duglegur að hjalpa ef komu flækjur í bjóðunum. Maður gleymir ekki svo glatt þeim sem gerðu manni greiða í gamla daga.

Takk fyrir innlitið Tóti og skilaðu kveðju

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.2.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband