21.2.2009 | 00:24
Eyjastelpur í reiptogi við skipstjóra 1955
Friðrik Jesson tók margar góðar myndir hér áður fyr, þessa mynd tók hann á Sjómannadaginn árið 1955. Þessar stelpur höfðu þá lokið reiptógi við skipatjóra á Stakkagerðistúninu í Vestmannaeyjum.
Ekki er vitað hvernig úrslit fóru en þær stelpur sem tóku þátt í reiptoginu eru hér á myndinni t.f.v. efri röð; Rósa Guðmundsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Erla Eiríksdóttir og Ágústa Sveinsdóttir. Fremri röð t.f.v.; Anna Erlendsdóttir, María Björnsdóttir, Una Þ. Elíasdóttir, Margrét Pétursdóttir, Margrét Sigurjónsdóttir og Anna Halldórsdóttir. Nöfnin á krökkunum sem standa þarna fyrir aftan t.f.v; Gerður Sigurðrdóttir Þrúðvang, Elías Þorsteinsson Gunnarshólma og Geir Ólafson ( Geir Vippa) því miður vanta nöfn á hin börnin.
Kær kveðja
Kær kveðja
Athugasemdir
Sæll Sigmar, veistu hvaða kona þessi sem heitir Ágústa Sveinsdóttir er?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 20:34
Sæll Helgi.
Ágústa er frænka mín og vann í mörg ár í Hraðfrystistöðinni hjá Einari Sigurðssyni. Sá hún um stimpilspjöldin og tímana hjá fólkinu. Hún er nú að verða níræð og býr í Reykjavík. Fyrir gos bjón hún á Bakkastígnum með móður sinni Sólrúnu en Sóla var systir afa míns, Einar Ingvasonar
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.