Skemmtilegt í Kolaportinu í Morgun

IMG_2232 IMG_2235

Það var virkilega gaman í Kolaportinu í morgun þar sem yfir 20 Vestmannaeyingar komu saman í spjall um allt milli himis og jarðar aðalega teingt Eyjum Smile.Það er langt síðan svo margir hafa komið í þennan hitting eins og unga fólkið kallar það. En eins og margir vita þá hittast Eyjamenn í Kolaportinu kl 11 á laugardagsmorgnum. Ef einhver getur bætt við nöfnin hér að neðan t.d. föðurnafni eða einhverri leiðréttingu þætti mér vænt um að fá hér athugasem fyrir neðan.

 'A mynd 1. er Ófeigur Grétarsson, Haukur Sigurðsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir ( kölluð Bíbí) Sigurbjörn Stýrimaður. 2. mynd; Ingólfur Grétarsson, Tryggvi, Jón Ísaksson Seljaland, Sigurgeir (Siggi kokkur)

IMG_2239IMG_2234

3 mynd; Þarna er sömu menn nema fyrir miðju er Guðni Vélstjóri og Gunnar Ólafsson kendur við Odda. 4. mynd; t.f.v; Sigurlaugur,  Kjartan Ásmundsson, Tryggvi Sigurðsson og Malla á Litlalandi við Kirkjuveg.

Hér fyrir neða eru; Tryggvi, Jón Ísaksson og Siggi kokkur, og næsta mynd; Guðni, Gunnar, Ófeigur. og  Kristbjörg.

IMG_2238IMG_2237 IMG_2240

 IMG_2230

T.f.v; Kjartan, Sigurlaugur,  Þorsteinn Árnason, Tryggvi S. og Malla. og að síðustu Kjartan og Sigurlaugur ( Laugi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Ég tek undir með þér gaman í morgun og skemmtilegt spjall og góðar sögur,en einu flaskar kallin á g það er að mér var gefið nafnið Sigurlaugur eftir ömmu Laugu á Horninu en Guðjóns nafnið hef ég sloppið við fram að þessu,ágætis nafn engu síður???????.

Laugi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi minn og fyrirgefðu mér þetta, ég lagfæri þetta strax nú man ég þetta hér eftir og veit upp á hár hver Laugi er þegar þú setur athugasemdir næst hjá mér á síðuna. Var oft búinn að hugsa um það hver Laugi vari. En nú er þetta komið á hreint og vonandi hittumst við oftar í Kolaportinu. Hvar býrðu Laugi ?

Takk fyrir þessa leiðréttingu góða helgi

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.2.2009 kl. 17:50

3 identicon

Já sæll aftur Simmi.

Þetta var í góð lagi frá minni hendi,hafði smá gaman af því hvað þú varðst hugsandi í framan í morgun,meðan þú varst að reyna að koma mér fyrir þig.

Ég er búinn að búa í Grafarvoginum síðastliðin 12-13 ár í Dvergaborgunum,og búin að vera hjá Strætó síðastliðin 9 ár eftir 15 ár í leigubílnum.

Já Kolaportið ég mun kíkja þangað oftar,hafði virkilega gaman af þessu spjalli í morgun.

Kv Laugi.

Laugi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband