Bátur á þurru landi með peyja í áhöfn

Bátur á þurru landi 

  Margt var gert sér til dundurs í gamla daga.

Þessi bátur var byggður 1963 norðan við Hvitingatraðir, sjá má Alþýðuhúsið í baksýn.

 

 Ég held að Sigurgeir Jónason hafi tekið myndina. En hún kom í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997

 

'A myndinni eru t.f.v.; Friðrik Karlsson, Sigurður Þór Sveinsson, Ólafur Ástþórsson, Árni Finnbogason, Ólafur Friðriksson, Birgir Sveinsson, þá koma bræðurnir Ólafur Sigurvinsson í Glugganum, Ásgeir Sigurvinsson fótbolta snillingur og  Andres Sigurvinsson leikari og leikstjóri. Ef ég man rétt völdu þessir peyjar ekki sjómennsku sem ævistarf.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Flott mynd. Strákar hafa fiskað vel því mér sýnist báturinn vera að sökkva. Sama tilfinning og þegar ég sé skip sigla hér inn með fullfermi af síld eða loðnu.

Kíkti aðeins á pistlana þína hér fyrir neðan. Flott hjá þér, áhugavert og myndirnar virkilega góðar eða magnaðar eins og unga fólki segir.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Elías Stefáns.

Sæll Sigmar,
gaman að sjá þessa mynd, maður lék sér þarna heilu dagana.
Veðrið var alla daga eins og myndin sýnir,  ef ég man rétt!   

Bestu kveðjur,
Elías.
www.malla.is

Elías Stefáns., 14.2.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Rósa, já það er ekki laust við að báturinn sýnist sökkhlaðinn. En áhöfnin er flottir peyjar og urðu allir dugnarmenn þegar þeir uxu úr grasi eins og sagt er.

Hvað er er frétta af Aðalsteini  pabba þínum og vini mínum, er hann hress ?

Takk fyrir innlitið og ég bið að heilsa Alla

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.2.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Elías, já það er gaman að þessum myndum og minningum. Ég er sammála þér, það var alltaf gott veður nema stundum rigning, og stundum snjór . Þá var annað hvort  hægt að sigla í stórum Polli á Spítalatúninu, eða renna sér á Skólaveginum á skíðasleða.

Takk fyrir innlitið

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.2.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband