Hlimrekur á sextugu ( limrur sem eiga kannski við í dag)

Limrur eftir jóhann S. Hannesson

Ef satt á að segja um okkur

er sekur hver einasti flokkur

um strákslega hrekki,

enda stjórnmálin ekki

okkar serkastata hlið, ef þá nokkur

 ----------------------------------------------

Að uppruna erum við norsk

að innræti meinleg og sposk,

en lagt fram í ættir

minna útlit og hættir

á ýsu steinbít og þorsk

 Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ævinlega blessaður frændi!    Skemmtilegar limrur, ég er mikill aðdáandi limra og sendi þér þessar, en því miður er ág ekki með höfundana á hreinu, kannski veist þú það eða einhver sem kann að lesa þetta.

Þótt ástand sé ótryggt og valt

engu þú kvíða skalt,

því með gengisfellingu

og góðri kellingu

bjargast yfirleitt allt.

----------

Þessa limru lærði ég á Fimmvörðuhálsi á Jónsmessunótt árið 1995.

Hún Ingibjörg gamla frá Engi

hún hafði ekki fengið það lengi

þar til dag einn á engjunum ,

hún lagðist með drengjunum

og lá svo í mánuð með strengi.  höf. ókunnur         Bestu kveðjur   Frænka.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka, takk fyrir þessar skemmtilegu limrur. Ég hef líka mjög gaman af þessum kveðskap.

Þessi limra er laglega ort,

enda löngum mitt uppáhalds sport

að iðka þann hátt

með ágætum, þrátt

fyrir íslenskan bragfótaskort.

Höfundur JSH

Kær kveðja frænka og takk fyrir innlitið.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.2.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband