7.2.2009 | 13:21
Eyjamenn í Kolaportinu
Á laugardögum kl. 11,00 koma vestmannaeyingar saman í Kolaportinu til að spjalla. Þetta er virkilega skemmtilegar samverustundir þar sem spjallað er um alla skapaða hluti, sagðar skemmtilegar sögur sem margar hverjar tengjast Vestmannaeyjum.
Á þessum myndum eru tfv. Sigmar Þ, Siggi kokkur, Ragnar í Laugardal, Birgir, Friðrik á Látrum, Emil velstjóri, Einar Berjanesi, Guðni vélstjóri. Þessir þrír síðastnefndu eru með þeim harðari að mæta í Kolaportið.
Á neðri myndinni er til vinstri vantar nafn en til hæri er Böddi hennar Söru frá Varmadal bjó í Eyjum í gömlu góðu.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Flottir karlar.
Simmi ég vil þakka þér kærlega fyrir bókina, hún kemur sér vel og ég hef lengi ætlað að ná mér í þessa bók. Enn og aftur kærar þakkir.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:00
Heil og sæl Ragna og takk fyrir innlitið, já þessir kallar hafa allir búið í Eyjum og eru þræl skemmtilegir.
kær kveðja
Heill og sæll Pétur já mér datt í hug að þú hefðir gaman af því að eiga hana svona innbundna, þetta er fín bók fyrir grúskara. Þakka þér sömu leiðis fyrir þinn þátt. Bið að heilsa ykkur hjónum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.2.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.