Árni Johnsen heiðraður 1987

 Árni Jonsen Heiðraður og sæmdur gullmerki SVFÍ af  Haraldi Henrýssyni, fyrir þátt sinn í bárattu fyrir því að Slysavarnarskóli sjómanna eignaðist skólaskipið Þór og áhuga á bættu öryggi sjómanna.

Árni Johnsen Heiðraður 1987 Gullmerki SVF

Þegar Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið 1987 var sú athöfn tengd Slysavaraskóla Sjómanna með því að skólaskipið Sæbjörg (sem áður var varðskipið Þór)  kom til Eyja.

Stjórn SVFÍ notaði þá tækifærið til að þakka Árna Johnsen alþingismanni, fyrir þátt hans í því að félagið eignaðist þór sem þá var fljótandi  Slysavarnarskóli sjómanna.

Var Árni sæmdur gullmerki SVFÍ fyrir þátt sinn í þessu máli, svo og fyrir margvísleg störf í þágu öryggismála og fræðslumála sjómanna. En Árni hefur alltaf haft mikinn áhuga á öryggismálum sjómanna.

Við þetta tækifæri sagði Árni: ,, Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem Slysavarnarfélagið sýnir með þessu. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á frumkvæði og baráttu margra manna í Eyjum fyrir þessum málum. Ég er aðeins einn úr þeirra hópi,"  sagði Árni Johnsen, þegar hann þakkaði heiðurinn.

kær kveðja SÞS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni er flottur drengur og góður..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Halla frænka, já ég tek undir það með þér að Árni er drengur góður og hefur komið mörgu góður í verk bæði í Vestmannaeyjum og á landsvísu. Það eru ekki allir sem muna eftir því þegar var verið að koma á stofn Slysavarnarskóla sjómanna. Það hefur alltaf kostað mikla baráttu að bæta öryggi sjómanna, það þekkja þeir sem í því hafa staðið. Árni hefur verið duglegur við þá vinnu og alltaf staðið með sjómönnum á því sviði sem öðrum.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.1.2009 kl. 20:52

3 identicon

Sammála ykkur frændsystkinunum. Góður drengur hann Árni en stundum dálítið villtur, vill öllum vel og má ekkert aumt sjá.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, Árni má eiga það sem hann á, þó að ýmislegt sé hægt að segja um Árna þá eru mannkostir hans meiri en lastir.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 00:17

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heil og sæll.Tek undir með þeim 2 hér á undan.Það fara ekki allir í skóna hans Árna.Sigmar!min góði vin.Ég hef verið að læðupokast oft hér á síðunni án þess að gera vart við mig.En nú kvitta ég fyrir mörg innlir og hafðu þakkir fyrir skemmtilegar myndir.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband