20.1.2009 | 18:18
Þessi er nú með þeim betri
Tveir ráðalausir
Tveir náungar stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng,
þegar konu eina bar að. Spurði hún hverju þeir væru að velta vöngum yfir.
Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga. Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók úr henni
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina: Stöngin er 5 metrar og 65 sentimetrar strákar mínir, að svo mæltu hélt hún leiðar sinnar.
Eftir stóðu þeir félagar skellihlægjandi: Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur sögðu þeir, okkur vantaði hæðina á stönginni en hún sagði okkur lengdina.
Þessir félagar eru hátt settir menn í fjármálageiranum á Íslandi og starfa
fyrir íslenska ríkið.
Vantar okkur ekki fleiri konur í bankana??
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Flottur
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.