Rörsteypan í Vestmannaeyjum

 Rörsteypan 1

Mynd 1. Rörsteypan húsakostur og hluti af framleiðslu. Mynd 2: Vélar í rörsteypu bæjarinns og starfsmenn Rörsteypu Vm.

Árið 1957 var Rörsteypan keypt af fyrirtækinu Pípugerð Vestmannaeyja hf. Voru hellugerðarvélar keyptar 1959 og aðstaða bætt til framleiðslu á holræsirörum og  Rörsteypan 2gangstéttarhellum. Með helluvélunum sem keyptar voru á þessum tíma var hægt með fjórum mönnum að framleiða 1000 til 1200 hellur á viku, eða 50 til 60 þúsund hellur á ári ef unnið hefði verið að framleiðslunni eingönngu. Þetta þættu kannski ekki mikið með þeirri tækni sem notuð er í dag, en voru góð afköst á þessum tíma.

 

 

 Upplýsingar frá Vigni Eggertsyni

 Maðurinn til vinstri er, Eggert Pálsson. Fæddur á Fit undir Eyjafjöllum 19 -10 - 1916 D: 2 - 1 - 2000. bóndi á Núpi Eyjafjöllum. Flutti til Eyja 1953 og keypti þá Faxastíg 12. Vann lengi í steipustöðini og rörsteypuni, var verkstjóri þar síðustu árin sem bærinn átti þessi fyrirtæki. Flutti til Reykjavíkur gosnóttina, endaði starfsárin sem póstur í R.V.K

Maðurinn til hægri, Stefán Valdasson Bröttugötu 6, húsið sem er fyrir ofan rörsteypuna á myndini(dökka) var í steypustöðinni janf mörg ár og Eggert.  Bróðir Sigga Valds á Vallagötuni og Ánra Valda (Gösla) og tengdababbi Agnas Ángantírssonar sem var yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

Vignir Eggertsson

Myndir og upplýsingar eru fengnar úr riti sem heitir: Framkvæmdir og fjármál Vestmannaeyjakaupstaðar 1954 til 1961. Gefið út af Sjálfstæðisflokknum í Eyjum.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert alveg ótrúlega fróður um sögu Vestmannaeyja og mannlífið og pistlarnir þínir eru listilega vel gerðir, fróðlegir og lifandi.  Ég geri það að tillögu minni, að þú komir þér í samband við Guðjón Ármann Eyjólfsson og þið í sameiningu skrifið bók um Vestmannaeyjar og mannlífið þar á árunum 1930 - 1980.  Svoleiðis bók getur ekki klikkað, með tvo snillinga innanborðs.

Jóhann Elíasson, 16.1.2009 kl. 23:19

2 identicon

Þetta er rétt hjá Jóhanni frændi. Það er svo gaman að lesa bloggið þitt. Það hríslast um mann bernskuminningarnar.Björk hringir oft og spyr hvort ég sé búin að lesa núna?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:40

3 identicon

Góðan og blessaðan dagin , má ég benda Jóhanni á ,að árið 1973 kom út bók eftir guðjón Ármann  Eyjólfsson, sem heitr" Vestmannaeyjar byggð og eldgos", sem lýsir vel mannlífi og lifnaðarháttum fólks í Eyjum fyrr á tíð. Einhvern þátt , minnur mig að faðir hans Eyjólfur heitinn á Búastöðum hafi átt í bókinni (gæti verið misminni).Kveðja Björk.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:16

4 identicon

Biðst afsökunnar á fljótfærninni:  Guðjón(með stórum staf) + tvær stafavillur.  B.P.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, ég er nú ekki svo fróður um Mannlífið í Vestmannaeyjum, aftur á móti hef ég sánkað að mér mikið af blöðum, bókum og myndum frá Eyjum og ég er að nota þennan fróðleik til að setja hér inn á síðuna mína með öðrum minningum mínum frá Eyjum. Ég er í góðu sambandi við vin minn Guðjón Ármann, við vinnum saman á Siglingastofnun og hann er nú að skrifa tvær bækur. Ármann ér búinn að skrifa fleiri hundruð greinar í Sjómannadagsblað vestmannaeyja um mannlífið og svo hefur hann skrifað bókina Byggð og eldgos eins og Björk bendir á. Hann er aftur á móti mjög fróður um Vestmannaeyjar.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilar og sælar Halla og Björk, það er alltaf gaman að heyra að fleiri en ég sjálfur hef gaman að þessu sem maður er að setja hér inn á síðuna. Halla ég fer mjög oft inn á síðuna þína og hef mjög gaman af því að lesa hana, þú átt gott með að koma orðum að hlutunum og bloggar um ólíklegustu hluti.

Ég er viss um að margir hefðu gaman af ljóðunum hans Hafsteins Stefánssonar, ég á örugglega eftir að setja eithvað af þeim inn  á síðuna mína. Takk fyrir innlitið systur og fænkur.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2009 kl. 17:30

7 identicon

Heill og sæll, fróðlegt er efnið sem þú lætur okkur í té. Því má bæta við að Jóhannes Kristinsson, Atli Elíasson, Jón Óskarsson og Björn Baldvinsson keyptu rörasteypuna með Steypustöðinni 1968 um mitt ár. Ég held að maðurinn sem er með Stefáni á myndinni sé Eggert p´stur sem kallaður var. Kveðja frá Eyjum

Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þakka fyrir mér er mjög  vel kunnugt um ritverk Ármanns vann sem undirmaður hans, er ég var fjármálstjóri í Sjómannaskólanum, nákvæmari  og orðheldnari manni hef ég ekki kynnst.  Þær bækur sem liggja eftir hann eru meira í fræðilega kantinum og þær byggja meira á "grjóthörðum" staðreyndum því held ég að hann hefði mjög gott af því að fara í samstarf með manni sem hefur mikla frásagnarhæfileika og glæðir sögurnar lífi, eins og Sigmar gerir.  Ég held að margir missi af mög miklu gerir þú ekkert meira með þá hæfileika sem Guð gaf þér. 

Jóhann Elíasson, 17.1.2009 kl. 22:34

9 identicon

Ég aftur,háreista húsið bak við rörasteypuna er hús Stefáns Valdasonar. Kveðja

Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:35

10 identicon

Komdu sæll. Maðurinn til vinstri er, Eggert Pálsson. Fæddur á Fit undir Eyjafjöllum 19 -10 - 1916 D: 2 - 1 - 2000. bóndi á Núpi Eyjafjöllum. Flutti til Eyja 1953 og keypti þá Faxastíg 12. Vann lengi í steipustöðini og rörsteypuni, var verkstjóri þar síðustu árin sem bærinn átti þessi fyrirtæki. Flutti til Reykjavíkur gosnóttina, endaði starfsárin sem póstur í R.V.K

Maðurinn til hægri, Stefán Valdasson Bröttugötu 6, húsið sem er fyrir ofan rörsteypuna á myndini(dökka) var í steypustöðinni janf mörg ár og Eggert.  Bróðir Sigga Valds á Vallagötuni og Ánra Valda (Gösla) og tengdababbi Agnas Ángantírssonar sem var yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

vignir Eggertsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:43

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Vignir þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar, ég hef fært þær upp á síðuna.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.1.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband