Steingrímur Sigurðsson skipstjóri heiðraður 1981

Steingrímur Sigurðssonheiðraður

 

 

 

 

 

Á myndinni er Pétur Sigurðsson þáverandi formaður Sjómannadagsráðs að afhenda Steingrími Sigurðssyni skipstjóra, Vestmannaeyjum afreksbjörgunarverðlaun á Sjómannnadaginn 1981.

 

Þann 8 janúar 1981 bjargaði Steingrímur Sigurðsson skipstjóri á Bjarnarey VE 501, 17 ára skipverja frá drukknun, er hann tók fyrir borð með netatrossu þegar skipið var að veiðum undan Hjörleyfshöfða. Synti Steingrímur með björgunarhring til piltsins en síðan voru þeir dregnir að skipshlið og teknir um borð.

Haustið 1978 tók son Steingríms fyrir borð með síldarnót og þá bjargaði faðir hans honum á sama hátt. Steingrímur var sæmdur afreksbjörgunarverðlaunum fyrir þessi björgunarafrek  á Sjómannadaginn í Reykjavík 1981. 

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já þvílík gæfa að bjarga manni frá drukknun, verður seint metið til fulls.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband