Enginn mannskaði varð á sjó 2008

Einhver gleðilegasta frétt sem sem ég hef lesið og heyrt á nýbyrjuðu ári er að enginn mannskaði varð á sjó á árinu 2008. Telja menn að það þurfi jafnvel að fara allt aftur á landnámsöld til að finna slysalaust ár á sjó. Þetta er árangur margra manna og kvenna sem í tugi ára hafa unnið að slysavörnum sjómanna. Gaman væri að taka saman í grein hvernig unnið hefur verið markvist að fækkun dauðaslysa sjómanna. Þar hafa margir komið að og væri því fróðlegt að taka það saman.

En þó dauðaslysum hafi fækkað hefur því miður ekki öðrum slysum á sjó fækkað að sama skapi, þar er því verk að vinna.

Á aðalfundi SVFÍ að Laugum , sumarið 1981 kastaði Sigrún Sigurðardóttir fram þessari vísu:

Breyta, laga, byggja fleira,

bætum okkar starf.

Vaka, starfa, vinna meira,

vilji er allt sem þarf.

 

Kær kveðja SÞS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður er þessi málaflokkur (slys á sjó) aldrei í forgangi það er eingöngu fyrir dugnað eldhuga eins og þín og Jóhanns Páls, að eitthvað fæst gert sem er sjómönnum til hagsbóta.  Eigi einhverjir heiður skilinn eru það menn eins og þið.

Jóhann Elíasson, 11.1.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, já það er rétt hjá þér að þessi málaflokkur er ekki í forgangi fjölmiðla á síðustu árum, en samt þarf umræða um öryggismál að vera stöðugt í gangi. Þetta hefur nú verið mitt áhugamál í yfir 30 ár rétt eins og aðrir hafa áhuga á íþróttum eða einhverju öðru. En sambandi við greinina mína um maðkinn þá var ég að fatta það í kvöld að myndirnar með henni byrtast ekki nema á minni tölvu, þær virðast ekki koma fram eins og þú réttilega bentir mér á. þetta ætla ég að reyna að laga á morgun. Þakka þér fyrir innlitið og góðar athugasemdir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.1.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þakka þér fyrir áhugann á slysavörnum til sjós, en finnst þér ekki að tryggingarfélögin ættu að sjá um rekstur slysavarnarskóla sjómanna?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það er skylda okkar sjómanna að sýna öryggismálum áhuga, jafnvel þó við séum hættir til sjós, sjósprungnir eins og sagt var við okkur í gamla daga . Ég hef nú ekki orðið var við mikinn áhuga tryggingafélaga til að leggja slysavörnum sjómanna lið, þeir nota peninga sína í annað en það. Ekki hugnast mér að þeir reki Slysavarnarskólan enda held ég að hann sé ágætlega staðsettur hjá Landsbjörgu. Hitt er annað mál að tryggingafélögin gætu styrkt við bakið á skólanum og sett í hann peninga sem alltaf vantar, því það kostar orðið nokkuð mikið að senda sjómenn í skólann.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.1.2009 kl. 23:42

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Það eru vissulega miklar gleðifréttir að enginn mannskaði skuli hafa verið á sjó á síðasta ári. Ég held að það sé ekki spurning að slysavarnaskóli sjómanna á stóran þátt í að breyta hugsun margra sjómanna.

Aðalsteinn Baldursson, 12.1.2009 kl. 04:03

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já og það er nokkuð dýrt að fyrir viðvaninga, endurmenntunnar námskeiðin er eitthvað ódýrari enda töluvert styttri, við sjómenn sitjum allavega ekki við sama borð og aðrar stéttir í landi voru, því miður.  Sigmar hvað er að frétta af myndinni af Háey? Hefur þú komist að því hver átti við myndina og ber ábyrgð á þeim gjörningi?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 05:43

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Aðalsteinn já þetta eru góðar fréttir að engin sjómaður hefur látið lífið þetta árið. Og þú segir réttilega að Slysavarnarskóli sjómanna eigi stóran þátt í að breyta hugsun margra sjómanna. Þá átt þú örugglega við hvað varðar öryggismál þeirra. En það er í raun furðulegt að þegar menn ræða um þessa fækkun dauðaslysa þá er ekki minnst á annað en Slysavarnarskólann. Á síðustu 20 til 30 árum er ótalmargt annað sem gert hefur verið í slysavörnum sjómanna sem á stóran þátt í þessari fækkun dauðaslysa. Þess vegna segi ég í þessu stutta bloggi mínu um þessi mál  að það væri gaman að taka saman þau fjölmörgu atriði sem örugglega eiga stórann þátt í fækkun dauðaslysa og annara slysa á sjómönnum. Þú hefur nú sjálfur Aðalsteinn  tekið þátt í þessum málum og sýnt þeim mikin áhuga.

Takk fyrir innlitið  kær kveðja

Heill og sæll Helgi, Sambandi við myndina af Háey þá veit ég ekki af hverju þessu var breytt, hvort þetta á að vera til að skipið þekkist síður, ég hef ekki hugmynd um það.

Kær kveða í Eyjarnar, MEKKA öryggismála sjómanna  og ekkert minna

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.1.2009 kl. 20:43

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þakka þér fyrir góðar kveðjur Sigmar.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Vissulega er það rétt hjá þér að margt annað kemur til. Ekki má gleyma snilldaruppfinningum eins og sjálfvirkum sleppibúnaði og Björgvinsbeltinu svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er því ekki að neita að skipakostur er að mörgu leiti orðinn fullkomnari og öruggari en áður var. En það er sama hversu mikið kemur á markaðinn af góðum tækjum, ef menn eru ekki tilbúnir að tileinka sér þá þekkingu og þá tækni sem fyrir hendi er þá breytist ekki mikið.

Það er líka rétt að ég hef komið aðeins að þessum málum. Ég man glöggt eftir því þegar að Sigmundsgálginn var settur um borð í Kap VE 4, þegar að það tæki var nýkomið til sögunnar. Einnig tók ég sjálfur þátt í því að prófa Björgvinsbeltið á sínum tíma ásamt fleiri góðum félögum mínum í Björgunarfélaginu. Hvoru tveggja skilur eftir góðar minningar.
En við megum ekki gleyma okkur núna, það verður að halda áfram að fræða þá sem eru til sjós og ekki síður aðra um hversu mikilvæg þessi öryggismál eru.

Takk fyrir góðan pistil , nú sem endranær.

Kv. Aðalsteinn

Aðalsteinn Baldursson, 16.1.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband