9.1.2009 | 18:29
Í Álsey 1993
Myndina tók vinur minn Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í júli 1993 og sendi okkur hana með jólakori. Tfv. Sigurður Óskarsson, Jón Bjarni Hjartarson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Harpa Sigmarsdóttir, Sigmar Þór , Kolbrún Óskarsdóttir, og Soffía Sigurðardóttir. Farið var í þessa ferð á Þyt VE og veiddir nokkrir fiskar í soðið handa Álseyingum og er Siggi með fiskinn í plastpokanum sem hann heldur á.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Skemmtilegar svona myndir til upprifjunar. Oft og mikið hef ég harmað þær myndir sem ég tók á rússnesku belgvélina mína tvö vor við Drangeyjarsig. Þetta voru svart/hvítar myndir og svo ótrúlega skýrar og vel lýstar þó græjurnar væru ódýrar og myndasmiðurinn fákunnandi. Þessar myndir glötuðust í húsbruna 1967 og þar töpuðust skemmtilegar heimildir frá horfinni tíð sem studdu við ljúfar minningar.
Reyndar tapaðist þar svo ótrúlega margt af persónulegum verðmætum að þessi skaði er léttvægur inni í því dæmi öllu.
Árni Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 22:29
Sæll Sigmar, mjög góð mynd af ykkur.
Árni, það er leiðinlegt að heyra þetta með brunann.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 06:52
Heill og sæll Árni, já það er sárt að tína svona góðum myndum og hlutum sem manni þótti vænt um. þetta var hlutskipti margra í eldgosinu á Heimaey. Sem betur fer vorum við heppinn með okkar innbú og húsið, enda áttum við heima vestast í bænum þannig að við sluppum vel. Ég hefði ekki viljað tapa öllum þeim myndum sem við áttum á þessum tíma.
Hvar var þessi bruni Árni ?
Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur Árni og Helgi Þór
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.1.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.