8.1.2009 | 23:07
Sigarettuhósti
Sumar bækur opnar maður sjaldan, þessi úrklippa frá árinu 1971 datt úr einni bókinni minni um daginn þegar ég var að leita að upplýsingum sem mig vantaði. Á þessum árum var mikill áróður fyrir því að menn hættu að reykja en fáir fóru eftir því. En margir eru nú að reyna að hætta reykingum, ég vona að þeim gangi vel að losna við rettuna.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
árið 1971 var ég þriggja ára. Nú er ég fertug og var að hætta að reykja.
Gaman að þessari úrklippu![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2009 kl. 23:16
skemmtileg úrklippa ..... já og svona gömul, þetta hefur verið byrjað þá að beina því til fólk að hætta að reykja :) Bestu LV
Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 23:51
Þetta hefur farið framhjá mér á sínum tíma því þetta er einmitt árið sem ég byrjaði. Sennilega hef ég sogað hluta af húsbyggingu að mér í tjöru þann tíma sem ég reykti en það er aldrei of seint að hætta og nú er bara rúmur mánuður í 5 ára reykleysisafmælið
Meira af svona takk !
Jóhannes Einarsson, 9.1.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.