Þeir unnu að hafnargerð í Vestmannaeyjum 1960 - 1961

Rotation of þeir unnu að hafnargerð  Hafnarstarfsmenn í Eyjum

Þessir menn unnu að hafnargerð við Friðarhöfn 1960 - 1961 t.f.v. Ástþór Ísleifsson, Elías Gunnlaugsson Gjábakka, Bergsteinn Jónasson Múla, Oddur Sigurðsson Dal, Þórarinn Ögmundur  Eiríksson Dvergasteini, ( Sveinn Þorsteinsson með hallamálið ég er ekki viss á þessu nafni, gaman væri að fá nafnið ef einhver þekkir hann,) Emil Magnússon Sjónarhól, Ragnar Guðnason, Gunnar ????, Arnar Sigurðsson ( var oft kallaður Addi Sandari en hann var frá Hellisandi)

Mikil gróska var í hafnargerð í Vestmannaeyjum á þessum tíma.

Kær kveðja og gleðilegt ár. SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Emil bróðir mömmu 

Helga P. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna :)  Gaman að fylgjast með þessum gömlu myndum,   öllu frekar að leyfa mömmu að sjá þær :)     Kærar kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 11:52

3 identicon

Sæll Simmi.

Gunnar er Jóhannsson, bjó áður eða fyrir gos í Steinholti við Kirkjuveg. Hann er faðir Klöru sem var hér hjúkrunarkona í mörg ár og er í dag gift Víði lækni, þau búa nú á Selfossi.

Þegar ég var peyji og var að byrja að fá vinnu við útskipun og fleira hér í denn þá var Gunnar yfirleitt mættur til vinnu, hann var alltaf góður við okkur peyjana og vildi alltaf leiðbeina okkur. Fínn karl.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband