27.12.2008 | 18:26
Verslunin Bjarmi HB við Miðstræti í Vestmannaeyjum
Á myndinni er tvær verslunarkonur fyrir utan Bjarma HB að þvo gluggana, þarna var vefnaðarvöruverslun í gamla daga og lengst til vinstri á myndinni var skóbúð Bjarma HB.
Þessi með kústinn heitir Guðný Bjarnadóttir en hin með pottinn heitir Kristín Þorsteinsdóttir
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Frændi ég fæddist í miðstræti +eg man eftir Bjarma þar bjó mikið af góðu fólki oft var gaman að leika sér með öllum krökkunum kveðja tyl ykkar allra Helga pól
hP (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:41
Heil og sæl Helga frænka, já verslunin Bjarmi var ekki langt frá Strönd, en þekkir þú þessa konu á myndinni sem mér vantar nafnið á. Hvað er að frétta af þér hvar býrð þú í dag.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.12.2008 kl. 20:13
Nei frændi ég er ekki svo gömul þú ættir að spyrja Björk systir hún er mjög mannglögg ég á heima á Skaganum ég hef fylgst með dótur þinni og hef gaman að frétta af ykkur þú átt fallegt barnabarn eins og við öll bið að heilsa öllum H P
H p (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:35
Það mætti halda að Helga systir væri að meina að ég væri gömul
. Ég held (er ekki viss) að stúlkan sem er með Guðnýju á myndiinni, sé hún Kristín Þorsteinsdóttir, Víglundssonar. Þessi mynd er tekin á þeim tímum þegar fólk gerði sér það til dægrastyttingar á kvöldin og um helgar að fara í göngutúr skoða í búðarglugga. kveðja Björk 
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:12
Tek undir með frænkum mínum ágætum, á Skaganum og í Verahvergi. Mér sýnist þetta vera Kristín Þorsteinsdóttir, brosandi og falleg að vanda. Bestu kveðjur út í Eyjar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.