Mynd af áhöfn, bát og fl

Áhöfn óþekktur bátur Bjarnarey og Halli Hallgríms

Þessi mynd er örugglega af áhöfn á bát úr Eyjum sem ég veit ekki hver er, ég er heldur ekki viss um nöfnin á mönnunum en held samt að ég þekki fjóra tfv: Júlíus Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Hjartarson og Helgi Bergvins, sá sem situr held ég að sé Pétur Stefánsson. Á mynd 2 er Halli Halgríms og Bjarnarey í baksín.

Ef einhver þekkir mennina þá þætti mér vænt um að fá hér athugasemdir við myndirnar.

Gullveig á síldveiðum  Uppganga í Bjarnarey

Mydnd 3. Gullveig VE á síldveiðum Því miður þekki ég ekki mennina á myndinni. Og mynd 4 Uppganga ofan Hvannhilli í Bjarnarey en þarna eru Lalli og Muggur.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi!   Í sambandi við mynd nr. eitt, þá þykist ég þekkja karl föður minn (sitjandi) en ég held að þriðji frá vinstri sé Helgi Bergvins.  kv B.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 00:08

2 identicon

Gaman af þessu frændi. Pabbi var aldrei á horleggjunum! Flottur karl

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi.Þessar myndir frá þér eru algerir demantar.Gaman að sjá nafn Bjarkar Pétursdóttir hér að ofan.Það eru komin nokkur árin síðan hún var að"uppvarta"mann á matstofu Vinslustöðvarinnar.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl verið þið Frænkur mínar og Óli og takk fyrir innlitið, Hef ekki verið nógu duglegur að blogga undanfarið fékk í mig skítapest eftir áramót en er  orðinn góður núna. Já Björk ég held að þetta sé rétt hjá þér og ég ætla að setja það undir myndina takk fyrir þetta.

Já Óli það er gaman að þessum gömlu myndum, ef maður á annað borð hefur gaman að grúski í þessu gamla, og auðvitað þekkir þú Björk frænku og allar þessar stelpur sem voru saman á þessum gömlu góðu árum

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband