Lögreglulið Vestmannaeyja líklega um 1960

Lögreglumenn Ve Skemmtilegar Myndir af löggum

Eftirtaldir menn voru í lögregluliði Vestmannaeyja á mínum unglings árum t.f.v: Sveinn Magnússon, Ragnar Helgason, Pétur Stefánsson, Stefán Árnason yfirlögregluþjónn, Sigurgeir Kristjánsson, Jóhannes Albertsson og Óskar Einarsson. Allt voru þetta öðlingsmenn.

Lögreglumenn Vestmannaeyja

Fyrri myndin er tekin inni í Herjólfsdal þarna eru sömu menn en með á myndinni er fyrsti  lögreglubillinn sem kom til Eyja, hann fékk viðurnefni eins og margir á þessum tíma og var nefndur Græna María einfaldlega af því að hann var grænn.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi.Skildi maður kannast við menn og bíl!!!kvitta fyrir mörg innlit.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 13.12.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli já þetta voru fínir kallar. Það eru örugglega margir á okkar aldri sem kannast við þá frá því í gamla daga. Takk fyrir innlitið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.12.2008 kl. 18:16

3 identicon

Gaman að þessu myndin var til heima þetta voru flottir karlar frændi..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, alltaf gaman að skoða myndirnar og lesa bloggið þitt kæri bloggvinur.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 23:08

5 identicon

Sæll Simmi en og aftur frábærar myndir hjá þér kveðja úr Eyjum Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:36

6 identicon

Komið þið sæl.

Sigurgeir tengdapabbi minn og félagar hans voru flottar löggur á þessum tíma en veit einhver hvenær þessar myndir eru teknar ????

Svo er til mynd af tengdapabba þar sem hann er á vakt í breskum togara sem var tekinn í landhelgi við Eyjar en hann sagði mér að þeir hefðu alltaf þurft að standa vaktir og passa að þessir landhelgisbrjótar strykju ekki úr höfn áður en þeir voru dæmdir.

Ég veit að Simmi hefur þessa mynd í fórum sínum og gaman væri að sjá hana hér á þessari frábæru síðu hans. Enn og aftur TAKK Simmi fyrir allar þessar frábæru myndir sem þú hefur sýnt okkur á síðunni þinni.

Jólakveðja frá Eyjum.

Pétur Steingrímsson, lögga í Eyjum

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband