Þvottahús Vestmannaeyja

Þvottóhúsið Þura í Þvottó

Þvottahús Vestmannaeyja var upphaflega byggt 1949 og var þá aðalega ætlað að annast þvott fyrir Sjúkrahúsið. Árin 1955 og 1959 var Þvottahúsið stækkað og fengnar þangað nýjar vélar og allt endurbætt. Eftir þær endurbætur annaðist það þvott fyrir allar stofnanir bæjarins og bæjarbúa ásamt þvott fyrir vertíðarfólk.  Myndirnar eru teknar árið 1960 eða þar um bil og á seinni myndinni er t.f.h. Þura Þorkelsdóttir sem lengi sá um Þvottahúsið hún er þarna  í hvítum slopp og Ingibjörg Guðrún Kristmansdóttir,  og Lára Jónsdóttit.

Eldri Eyjamenn kannast öruglega við Þuru í þvottahúsinu eins og hún var oftast kölluð, hún er minnistæð kona, var hörkudugleg snaggaraleg í fasi og var ein af þessum konum sem setti svip á bæinn á sínum tíma. blessuð sé minning hennar.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigmar.

 1961 Árið eftir er ég í Vestmannaeyjum að spila Knattspyrnu við Knattspyrnubandalagið ÍBV., held ég og svo lékum við líka einn leik við hvort lið minnir mig . Þór og Tý. Og það var gaman þá . Við gistum í Breiábliki en fórum eitthvað annað til að þvo okkur. Þetta man Ég.

Sæll að sinni og kærleikskveðjur til þín og þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:08

2 identicon

Sæll vertu Simmi. Konan á myndinni heitir Lára Jónsdóttir,hún er dóttir Jóns Björnssonar frá Gerði,hann vann hjá Höfninni og var mikið á grafskipinu kv þs

þs (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:49

3 identicon

Sæll Sigmar og þakka þér fyrir skemmtilega síðu,margt fróðlegt sem komið hefur fram hjá þér.

Ég hef svolítið verið að grúska í svipuðum kössum og kyrnum,og það er ein kona sem heldur áfram að minna mig á sig og það er sama hvað ég leita um hana finn ég engar heimildir,þessi kona var um margt sérstök og ég man eftir henni vel sækjandi trékubba sem féllu til í slippinum og bar þetta óþjála efni oftar en ekki í strigapoka og á bakinu,sem hefur verið afar óþjáll burður.Þessi kona var í daglegu tali kölluð Gróa gamla og bjó í Gróuhúsi við hliðina á bókabúðinni.

Það er sama hvar ég leita ég finn ekki neitt um hana hvorki hverra manna hún var né heldur hvaðan hún var eða starfaði um ævina.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi, takk fyrir þína athugasemd. já ég man vel eftir Gróu og einnig vel eftir strigapokanum sem hún hafði oft á bakinu, stundum fékk hún fisk gefins í soðið. Ég man eftir eihverjum línum og mynd af henni en man ekki hvar þetta er kannski er þetta í Sjómannablaði, Þj´ðhátíðarblaði eða Blik. Það væri gaman að reyna að finna þetta og setja hér á bloggið en þetta kostar skemmtilega vinnu.

Já Laugi það er gaman að grúska í þessum gamla tíma bæði í gömlum myndum og sögum frá Eyjum, ég er ánægður með  hvað margir virðast hafa gaman af þessu alla vega fletta margir upp á blogginu mínu. Ég eiði mikið af mínum frítíma í grúsk í gömlum bókum, myndum og úrklippum sem ég hef safnað í 30 ár. Oftast er þetta efni tengt Vestmannaeyjum eða vestmannaeyingum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.12.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Tóti Rafvirki takk fyrir upplýsingarnar um Láru jónsdóttir, ég gleymdi að þakka þér fyrir .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.12.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband