Frá Knattspyrnuleik í Vestmannaeyjagosinu 1973

Gos PS

Takið eftir hvað markið er lágt en mikill vikur er þarna á fótboltavellinum

Myndin er tekin 1. maí  gosárið 1973. Menn gerðu sér ýmsislegt til gamans m.a. kepptu undirmenn og yfirmenn í knattspyrnu, leikurinn fór þannig að undirmenn sigruðu 1 gegn 0. Í marki yfirmanna var Karl Jónsson en í marki undirmanna var Einar Guðnason og hélt hann marki sínu hreinu.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Karlsson, Kristinn Sigurðsson situr uppi, Atli Elíasson, Hávarður Sigurðsson, Páll Zophaníasson, Heiðmundur Sigmundsson, Erlendur Pétursson, Sigurgeir Jóhannsson, Andri Hrólfsson, Jón R. Þorsteinsson, Kristján Eyjólfsson, Smári Guðsteinsson, Óskar Stefánsson, Einar Jónsson, Ástþór Ísleyfsson, Gunnar Ólafsson, Sveinn Pálmason, Karl Jónsson, Reynir Sigurðsson, Adólf Sigurjónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Guðnason situr uppi, Þorsteinn Árnason, Flosi Finnsson, Jón KR. Óskarsson.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband