Gamli Herjólfur í öðru hlutverki

kunnuglegt skip

Hér er mynd af gamla Herjólfi  í öðru hlutverki en farþega og bílaflutningum. Myndina sendi mér skipsfélagi minn af Herjófi. Skipið er því farið úr felulitunum en mynd hér neðar á síðuni sýnir hann í felulitum.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegar breytingar á skipinu. Þetta er eins og gamall skuttogari.

Kv.

Pétur Steingríms

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, er það ekki rétt sem ég hef allaf heyrt að það hafi verið búið að teikna þetta skip sem síðutogara og síðan breytt í ferju? Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri félagi.Kvitta hér fyrir mörg innlit.Veistu hvað sá gamli heitir núna???'Eg veit ekki um Herjólf en síðasta Esjan var Hólmadrangur bara útfærður með ramp og hliðarport.Berið saman myndir af þessum skipum 2 þá sjáið þig hvað munurinn er lítill.Ég skal seinna senda þer þær myndir sem ég er að tala um"sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 9.12.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir, ég held að það sé rétt að skrokkurinn á þessum Herjólfi var teiknaður eftir skuttogaraskrokk , ég man bara ekki hvaða skip það er eða var. Við vorum einu sinni í slipp í Reykjavik og í slippnum var togari sem var með nákvæmlega eins skrokk. Ef einhver man þetta væri gaman að fá hér athugasemd.

Já Ólafur, maður er aklltof latur við að gera athugasemdir við blogg sem maður er að lesa, kannski er það af því maður hefur haft svo lítin tíma í þetta að undanförnu.

Þakka ykkyr fyrir innlitið

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.12.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband