Ólafur Ásgeirsson og úteyjakallar

Ólafur Ásgeirsson Á leið í úteyjar

Fyrri myndin er af Ólafi Ástgeirssyni á trillu sinni sem  þarna er við gömlu Edinborgarbryggjuna en bryggjan var bak við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Gaman  að þessari mynd, takið eftir olíugeyminum fyrir vélia þarna hægra megin á myndinni og liklega er þetta bitaboxið sem liggur utan í honum.

Seinni myndin er af úteyjarköllum á leið í úteyjar talið frá Vinstri: Helgi Magnússon, Guðjón Ólafsson sem teiknaði myndirnar sem eru hér neðar á þessari síðu, Bárður Auðunsson, Herjólfur Bárðarson og Gylfi Sigurjónsson. Helgafell í baksýn.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar færðu þessar frábæru myndir?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka, þessar eru úr gömlu Sjómannadagsblaði VM. Annars á ég mikið af gömlum myndum síðan ég var með Sjómannadagsblaðið. Þá komu menn með mikið af gömlum myndum sem ég mátti birta í blöðunum. Þegar ég var búinn að velja þær myndir sem ég ætlaði að nota og vildi skila þeim og öðrum ónotuðum, var ótrúlega algengt að menn vildu ekki fá þær aftur, heldur sögðu að ég mætti eiga þær ef ég skyldi vilja nota þær einhverntíman seinna. Þannig sat ég uppi með mikið af myndum og stundum heilu albúmin.

 Takk fyrir innlitið frænka

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.11.2008 kl. 22:53

3 identicon

Seinni myndin er af Suðureyingum eflaust á leiðinni í Suðurey í lunda, ætli þeir séu ekki að sigla á gamla Barðanum. Með þeim er eins og þú segir Helgi Magnússon og held ég að það sé rétt hjá mér að hann hafi aðallega veitt lunda í Álsey.

E.S. Simmi netfangið mitt er petur@tmd.is

Kveðja.

Pétur Steingríms.

petur steingríms. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vildi setja hér innlitskvitt :)  kíki alltaf á þig annað veifið :)   Bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 1.12.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband