Minningar frá skemmtlegum tíma á Gamla Hejólfi

 Það er stundum gaman að rifja upp gömul og skemmtileg störf sem maður hefur unnið. Ég var stýrimaður á Herjólfi í rúm 16 ár og kynntist þá mörgum góðum mönnum sem voru skipsfélagar minir. Í minningunni er þetta skemmtilegur og eftirminnilegur tími þó ekki hafi alltaf verið gott að ferðast milli Þorlákshafnar og Eyja. Ég bíð með sögur frá þessum tíma, en myndirnar segja sína sögu.

Herjólfur við Ystaklett Herjólfur Sigmar Þ, Georg Stanley

Mynd1. Herjólfur kemur fyrir Ystaklett. Mynd 2.Sigmar Þ. og Georg Stanley á stímvagt, Georg er með skemmtilegri mönnum og var oft gaman að vera með honum á vagtinni.

Herjólfur skrifað í dagbók Herjólfur Sigmar Þ, í brúnni á gamla

Mynd 3. Skrifað í dagbókina. Mynd 4. í brúnni á Herjólfi.

Herjólfur 3 mílur Simmi við miðasölu 

Mynd 5. Þeir sem hafa verið í skipsrúmi á Hejólfi kannast við þegar kallað er niður í messa 3 mílur og síðan í hátalarann það sama til farþega, á myndinni er líklega verið að því. Mynd 6. Undirritaður með járndollu sem farmiðar voru í og taska sem var peningataska, þannig seldum við stýrimennirnir alla farmiða í skipið bæði fyrir bíla og farþega, það var oft kallt að standa í snjó og kulda aftan við skip og selja farmiða.

Herjólfur í felulitum 

Að endingu er hér mynd af skipinu eins og það er líklega í dag, en það endaði í Svíþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, jú það margs að minnast, en ég byrjaði mína sjómennsku þarna um borð launalega séð, því ég fór yfirleitt einu sinni á ári með pabba á sjó frá því að ég var 8 ára, ekki man ég hvort þú Sigmar hafir verið um borð þennan fyrsta túr minn er ég leisti karl föður minn af, en það var haustið 1978.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.11.2008 kl. 23:37

2 identicon

Sæll Simmi.

Já það má sko segja það að þetta hafi verið skemmtilegur og eftirminnilegur tími. Ég man bara svo vel eftir helv.... sjóveikinni og þá sérstaklega þegar maður var að koma úr fríunum um borð og það var bræla í fyrsta túr. Það tók mann oft vikuna að sjóast en maður fitnaði ekki á meðan þó maturinn hjá Guðna og Hermanni Inga væri alveg frábær.

Ég kunni alltaf vel við mig um borð og skipsfélagarnir voru margir hverjir fínir. Ég hætti þarna 1985 og fór þá í land, guði sé lof fyrir það.  Margir skipsfélagarnir voru eftirminnilegir og góðir félagar. Ég var mest með þeim: Jóni Eyjólfs, Lalla, Valla, Simma, Reynir, Grétari Gilsa, Jónatani, Ástþóri, Herði í Helli, Gísla Eiríks, Frilla, Gústaf, Hjalla, Guðna Páls, Hermanni Inga og svo koma auðvitað þær Sía, Guðrún Markan, Agnes og fleiri. Þetta var allt gott fólk að vinna með.

Hvað sagðir þú að fyrir mörgum kílóum þessa myndir eru teknar, nei ég meina árum?????

Kveðja.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur og þakka þér kærlega fyrir þessa góðu athugasemd, gaman af þessari upptalningu á mannskapnum. Já það var í raun merkilegt að maður skuli ekki hafa fitnað meira en raun bar vitni með þessa lista kokka, en þeir voru allir úrvals kokkar, þú nefndir tvo af þeim en þarna voru líka Eddi og Siggi jó sem einnig voru góðir kokkar. En þetta er nú í lagi meðan maður heldur sig við tveggja stafa tölu Pétur minn, en það tekst nú ekki alttaf.

Það er gaman að rifja þetta upp en maður gleymir þessu leiðinlega sem betur fer, ég er sammála þér að stundum fann maður fyrir sjóveiki þegar maður var búinn að vera lengi í landi og lenti í kolvitlausu veðri. En þetta er fljótt að gleymast og maður man betur það skemmtilega frá þessum áru. Þó kemur oft upp í hugann þjóðhátíðarferðirnar sem mér þótti oftast ekki skemmtilegar, þó margt eftirminnilegt og skemmtilegt hafi komið uppá í þeim ferðum. Eins og þeg tveir farþegar lentu í slagsmálum á bryggjuni sem enduð með því að þeir lentu milli skips og bryggju. Þaðan þurftum við að húkka þá upp og koma þeim upp á bryggjuna. Sem betur fór voru stórir fendarar á milli skipsins og bryggunar þannig að þeir klemdust ekki þar á milli. En þeir hættu að slást

Pétur ertu með e-mail  ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.11.2008 kl. 18:29

4 identicon

Blessaður

Vildi benda þér á, ef þú vissir það ekki áður  á  www.timarit.is   algjör snilldarvefur þar sem hægt er að fletta í gömlum dagblöðum og tímaritum frá árinu 1920     setja bara "gæsalappir utan um leitarorðið"  og þá finnur maður það sem maður leitar að...

Bestu kveðjur gilli

Gísli Gíslason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 21:16

5 identicon

Auðvitað var Eddi kokkur þarna líka, hvað er að mér að gleyma honum. Hann er bestur af þeim bestu.

Kv.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband