Flak af tréskipi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum

Flak af bát1 Flak af bát 2

Undirritaður við flakið af bátnum

Þetta flak kom upp með trolli einhverstaðar við suðurströndina, þessi bátur hefur verið hvítur með rauða rönd og grænn neðan sjólínu. Þegar svona lagað kemur upp með veiðarfærum er lítill áhugi að rannsaka hvaða skip eða bátur þetta getur verið. Þessu er bara hent á haugana og málið er dautt. Ef afur á móti kemur upp einhver hluti flugvéla er reynt að komast að því hvaða flugvél eða flugvélahluti það geti verið á ferðinni. Sjálfur hef ég fundið hlut úr flugvél og sent hann til flugslysanefndar, sem sendi mér  svar nokkrum mánuðum seinna með nákvæmum upplýsingum um úr hvaða vél þetta stykki var og hvar hún lenti í sjónum. ( Flugvélin hafði verið á Flugmóðurskipi hér suður í höfum)

 Einar Guðmundsson skipstjóri og vigtarmaðurFlak af bát 3

Sigurður Elíasson hafnavörður í Vestmannaeyjum ( ekki viss um hver beygir sig þarna niður) ásamt undirrituðum að skoða flakið. Seinasta myndin er af Einari Guðmundsyni skipstjóra og Vigtarmanni. Einar byrjaði á róa í Eyjum 1929 varð fyrst skipstjóri 1937 og gengdi því starfi til 1963 er hann fór í land og gerðist vigtarmaður í Fiskiðjuni þar sem hann vann þar til hann hætti störfum. Hann var oft kendur við Björg VE og kallaður Einar á Björginni. Myndin er tekin á Básaskersbryggju þar sem Einar var að skoða með okkur skipsflakið.

kær kveðja SÞS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband