Elsku mamma og pappi

oskar í potti og gisli  Óskar Friðrik Sigmarsson og Gísli Gíslason

Elsku mamma og pabbi,

Ég er með svo litlar hendur,

Ég ætlaði ekki að hella niður mjólkinni.

Fæturnir eru svo stuttir,

farðu hægar svo ég geti fylgt þér eftir.

Ekki slá á hendurnar þegar ég snerti eitthvað fallegt,

ég skil það ekki.

Horfðu á mig þegar ég tala við þig,

þá veit ég að þú ert að hlusta.

Ég hef viðkvæmar tilfinningar,

Ekki vera alltaf að skamma mig,

Leyfðu mér að gera mistök án þess

að mér finnist ég vera vitlaus.

Ekki búast við að myndin sem ég teikna

eða rúmið sem ég bý um verði fullkomið,

elskaðu mig bara fyrir að reyna.

Mundu að ég er barn, ekki litil fullorðin vera.

Stundum skil ég ekki það sem þú segir.

Ég elska  þig svo mikið.

Elskaðu mig bara fyrir að vera ég,

ekki fyrir eitthvað sem ég get.

Höfundur ókunnur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji hvað þetta er fallegt frændi og heimurinn væri betri ef við hefðum öll haft þetta að leiðarljósi?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka, það er gott að sjá þig aftur á blogginu. já það snertir mann pínulítið svona skrif, ég fann þetta blað í dóti frá Hörpu minni.

Takk fyrir innlitið frænka

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 18:19

3 identicon

Þetta er svo flott !

Harpa Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband