Stýrimannaskóinn í Vestmannaeyjum 1971

Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjm 1971 Mynd: Óskar Björgvinsson

Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum árgangur 1971 II. stig

Fremri röð t.f.v: Björn Alfreðsson, Sigurpáll Einarsson, Þorsteinn Lúter Jónsson Kennari. Guðjón Ármann Eyjólfsson Skólameistari, Einar Haukur Eiríksson kennari, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjörleifur Alfreðsson. Aftari röð t.f.v : Ólafur Arnberg, Kristján Adólfsson, Gústaf  Sigurlásson, Sigurður Magnússon, Halldór Almarsson, Gísli Valur  Einarson, Gísli Kristjánsson, Óli Kristinn Sigurjónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sveinn Ingi Pétursson, Bragi Fannbergsson, Eiríkur Þorleifsson, Jón Bondó Pálsson, Birgir Bernódusson.

 Þegar ég fór að skoða þessa mynd rifjast upp að Þrír af þessum 18 stýrimönnum hafa látist í sjóslysum, þ.e.a.s. Óli Kristinn Sigurjónsson ( Óli Tótu) d.1988. Björn Alfreðsson d. 1973. og Birgir Bernódusson frá Borgarhól d. 1979. Blessuð sé minnig þeirra.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Sæll Simmi!

Gott að kíkja hér inn engin kreppa hér hvorki veraldleg né andleg.  Er að verða ansi viðkvæm af öllu þessu krepputali

Kær kveðja til þín og Kollu

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 19:16

2 identicon

Ævinlega blessaður frændi!

Mikið er gaman að skoða þessa mynd, þið eruð þarna a.m.k. þrír frændur , Svenni bróðir,  Stjáni  Dolla og þú.  Bestu kveðjur Björk.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl HjördísInga, já það eru nógu margir sem ræða um kreppuna, vantar svolítið af Jákvæðni, ég er samt ekki hissa á því að fólk sé ekki sátt við tilveruna. Við kolla erum ekki alveg klár á því hver þú ert, vantar smá meiri upplýsingar um þig. Við biðjum að heisa þér og takk fyrir innlitið.

Sæl Björk Frænka já þarna erum við þrír frændur eins og þú segir, allir peyjarnir ungir enda 37 ár síðan þessi mynd var tekinn. Þegar ég fór að skoða þessa mynd komst ég að því að Þrír af þessum strákum hafa dáið í sjóslysum, þ.e.a.s. Óli Sigurjónsson ( Óli Tótu) Björn Alfreðsson og Birgir Bernódusson frá Borgarhól.

Takk fyrir innlitið

 Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi!Flott mynd.Sé þarna mörg kunnugleg andlit.Skemmtilegt að sjá þarna menn sem maður hefur ekki séð í mörg ár um leið og maður syrgi þá föllnu.Ég þekki 2 af þeim Óla og Birgir.Kem ekki Birni fyrir mig.Kvitta hér fyrir mörg innlit.Kært kvaddur úr veðurblíðunni á Caprí norðursins

Ólafur Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 19:39

5 identicon

Já, blessuð sé minning þeirra!

Ég  man vel eftir Birgi og Óla, en Björn þekkti ég einungis í sjón.   Óli kenndi mér þessa vísu.

Hugur berst um hyggjusvið,

hjartað skerst af ergi,

þegar mest ég þurfti við

þá voru flestir hvergi.     

     Ég veit ekki hver gerði þessa vísu, en ég minnist örlaga Óla þegar ég rifja hana upp.Kv. Björk

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:02

6 identicon

Já þið voruð/og eruð flottir drengir en ekki síst góði..og húmorinn aldrei langt undan

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:15

7 identicon

p.s verð að bæta í sögu Bjarkar systir. Pabbi hiti Óla þegar hann lagði í síðutu ferðina þeir höfðu báðir gaman af dýrt kveðnum vísum, hann spurði Óla hvort hann hefði heyrt einhverja nýlega og þá kom þessi frábæra vísa. Nöturlgt svona eftir á að hyggja.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilar og sælar kæru systur og fænkur mínar Björg og Halla, þakka ykkur kærlega fyrir þessar athugasemdir og fróðleik. Þessi vísa er góð og á kannski vel við í þessa dagana, 'Oli hafði einmitt gaman af vísum og kunni þær margar,eins og reyndar pabbi hans. Sigurjón pabbi hans var sama sinnis og gerði margar góðar vísur, hann gaf mér kver með vísum sem hann hafði gert sjálfur, en gjöfinni fylgdi sú kvöð að ég mátti ekki birta neitt af þeim í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja né annarstaðar. En ástæða þess að hann gaf mér vísurnar var að ég var alltaf að reyna að fá hjá honum vísur til að birta í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja. Það væri gaman frænkur  að endurtaka ættarmótið sem haldið var á sSelfossi forðum. Enn og aftur takk fyrir innlitið allaf gaman að fá frá ykkur athugasemdir. Kær kveðja

Heill og sæll Ólafur takk fyrir innlitið,  Björn Alfreðson kom frá austurlandi og var góður félagi en það bar ekki mikið á honum. Þessi tími í Stýrimannaskólaum var skemmtilegur svona eftir á hugsað, en þarna voru saman komnir skemmtilegir strákar og eftirminnilegir, margir af þeim urðu og eru mjög góðir vinir mínir. Ég man nokkrar skemmilegar sögur frá þessum tíma sem passa kanski ekki hér á bloggið.

Kær kveðja til Caprí norðursins

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.11.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband