5.11.2008 | 23:26
Úteyjamenn
Fyrri mynd: Ingólfur Guðjónsson var starfsmaður Útvegsbánkans í Eyjum í gamladaga, Eyjamenn muna örugglega eftir honum við störf þar, en hann var líka áhugamaður um úteyjarlif.
Mynd 2: Þessi mynd er tekin á Pálsnefi í Elliðaey.þarna er greinilega verið að gefa niður lunda,það var alltaf gert þarna megin (að vestan) þegar ófært var við austursteðjan,á þessum árum fór allur fugl þurr í land hann var settur í strigapoka og slakað niður í sókningsbátinn. Í landi var lundinn reyttur af konum úteyjarkarla. Í dag er öllum lunda hent í sjóinn þar sem hann er hirtur upp í sóknarbátinn sem er þar til staðar. Myndin er af Pétri á Kirkjubæ og Eyjólfi Martinssyni (Eddi Malla í Ísfélaginu)
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Enn og aftur Simmi, flottar myndir og gaman að skoða þær.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:13
Sæll vertu Simmi.. Þessi mynd er tekin á Pálsnefi í Elliðaey.þarna er greinilega verið að gefa niður lunda,það var alltaf gert þarna megin (að vestan) þegar ófært var við austursteðjan,á þessum árum fór allur fugl þurr í land hann var settur í strigapoka og slakað niður í sókningsbátinn,, þar sem hann var reyttur í landi af konum úteyjarkarla,í dag er öllum lunda hent í sjóinn og hirtur upp í bát sem er þar til staðar..Það er rétt hjá þér þetta er Pétur á Kirkjubæ og hinn Eyjólfur Martinsson (Eddi Malla í Ísfélaginu) kv þs
þs (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:20
Sæll Simmi, takk fyrir að deila með okkur þessum skemmtilegu myndum og fróðleik.
Kveðjur,
Elías.
Netskoli.com
Maturinn.com
Elías Stefáns., 7.11.2008 kl. 09:00
Heilir og sælir Pétur og Elías takk fyrir innlitið það er alltaf gott að fá svona athugasemdir við bloggið, þegar ég byrjaði með þetta blogg mitt dadd mér ekki í hug að svo margir ættu eftir að fletta hér á bloggið mitt, en nú eru flettingar komnar yfir 94000 sem er með ólíkindum margir.
Heill og sæll Þórarinn þakka þér fyrir upplýsingarnar um myndina ég set þær strax inn sem nýjan texta. Gott að hafa kalla eins og þig sem þekkir marga og hjálpar manni að texta myndirnar. Það er nefnilega mun skemmtilegra ef myndir eru taxtaðar, sérstaklega ef þær eru frá gamla tímanum. Það sem kemur mér á óvart er hvað margir ungir menn hafa gaman að skoða þessar gömlu myndir frá Eyjum. Enn og aftur þakka þér athugasemdina.
Kærar kveðjur til ykkar strákar
SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.11.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.