Óskar í Betel, Vigdís forseti, eftirminnilegir Eyjamenn

Óskar Gíslason Heiðraður Vigdís, Svanur og Tommi

1. mynd: Óskar Magnús Gíslason ( Óskar í Betel d. 28.02.1991). Við minnisvarðan á Stakkagerðistúninu en hann var heiðraður á Sjómannadaginn 1990 af Skipstjóra og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir vel unnin störf.  Í minningar grein sem Friðrik Ásmundsson skrifaði í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja segir:" Óskar var með allra stærstu og þreknustu mönnum, vel vaxinn og sterkur. Árum saman fór hann á góðviðrisdögum vestur á hamar, stakk sér í sjóinn og synti. Þetta kom sér vel, þegar hann var á sjónum hjá pabba sínum á Víkingi. Einu sinni í vondu veðri misstu þeir út mann, Óskar stakk sér þegar í sjóinn og varð sá gæfumaður að bjarga félaga sínum" .

Óskar er einn af þeim mönnum sem maður man vel eftir enda vel þekktur af öllu góðu í Vestmannaeyjum.

Mynd 2: Vigdís Finnbogadóttir þá forseti Íslands kom í heimsókn til Vestmannaeyja hér um árið, með henni á myndinni er Svanur Jónsson og Tómas Sigurðsson bifvélavirki. (Sæsi)

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir að sýna okkur allar þessar frábæru myndir Sigmar. 

Ein smá leiðrétting:  Einar frumbyggi í Vík var Hjaltason.   Með bestu kveðju, Þórir N.K.

Þórir Kjartansson, 2.11.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórir og þakka þér innlitið og leiðréttinguna á föðurnafni Einars frumbyggja í Vík, ég leirétti það strax. Hefur þú einhverjar upplýsingar um þetta áraskip sem er þarna á siglingu við Vík ? Þarna um borð virðast vera bæði karlar og konur.

kiær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Frábært hjá þér félagi.

Guðjón H Finnbogason, 3.11.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Sigmar minn. Það er ansi langt síðan ég hefi komið í heimsókn. Skemmtilegar myndir af góðu fólki. kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 4.11.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

O ég man á hverjum sunnudegi var skundað í Betel er ég bjó í eyjum :) Getur verið að þessi Óskar hafi spilað á harmonikku ?    Man eftir Einari þrumandi  :) he he

Erna Friðriksdóttir, 4.11.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Guðjón og Þorkell og takk fyrir innlitið, já það er gaman og hvetjandi hvað margir eru sama sinnis að hafa ánæju af þessum gömlu myndum frá liðnum tíma. Þorkell það er frábært að þú skulir vera aftur kominn á fullt í bloggið og vonandi ertu bæði hress og kátur. Já Þorkell  það er skylda okkar að halda á lofti minningu um þetta góða fólk. Á einu blogginu sem ég setti um daginn sést pabbi þinn standa á Básaskersbryggjunni þar sem Gullborg var að landa. Bloggið heitir Huginn VE að veiðum í Vestmannaeyjahöfn.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Erna , ekki man ég eftir Óskari spila á harmónikku, en það getur vel verið án þess að ég viti það. Já allir muna  eftir Einari í Betel en hann var bróðir Óskars.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband