30.10.2008 | 21:04
En koma hér gamlar myndir frá Eyjum
Mynd 1. Saltfiskur útbreiddur bak við húsið Vík sem stendur við Bárugötu sem nú er göngugata í Vestmannaeyjum. Á myndinni má sjá húsin t.f h. Hól, Vegg, Bjarma, Strönd ég þekki ekki fleiri hús.
Mynd 2. Mér er sagt að þetta sé Bergur í Hjálmholti í tunnu útskipun, hinir mennirnir eru óþekktir .
Mynd 3. Hér er svo mynd af Pöllunum, bátum og innsiglingu í Vestmannaeyjahöfn með Ystaklett fyrir miðri mynd. Mynd 4. Skipað út tunnum, vinnubrögð sem ekki þættu góð í dag.
Myndirnar lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson sem er gamall Eyjamaður og man þessa tíma, hann átti heima í Húsinu Vik á sínum tíma.
kær kveðja SÞS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.