27.10.2008 | 22:55
Áraskip við Vík í Mýrdal og sjómaður í skinnbuxum
Áraskip Við Vík í Myrdal líkleg áttæringur, því miður veit ég ekki nafnið á þessu skipi, þarna eru margir menn um borð og ef grant er skoðað sýnist mér einnig vera þarna konur, en á þessum skipum vor stundum áhöfn 19 til 20 menn þegar handfæri var eina veiðarfærið. Kannski er þarna verið að ferja fólk í land frá stærra skipi.
Ef einhver þekkir skipið þætti mér vænt um að fá um það athugasemd.
Myndirnar lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson
Mynd 2: Einar Hjaltason formaður með áraskip og sægarpur mikill í Vík í Myrdal ( fæddur 1852) er þarna í skinnbuxum og sjóskóm með kollubandið við uppskipun í Vík.
Einar Hjaltason var formaður með áraskipið Björgu sem hann átti sjálfur, hann var mikill aflamaður.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Frábærara myndir frá gamla tímanum,þegar ég var peyji í sveit undir fjöllunum þá var farið í róður að vori og færri komust að en vildu og bóndinn sem ég var hjá fór í róður.
Guðjón H Finnbogason, 28.10.2008 kl. 15:31
Þú kemur alltaf með skemmtilegar myndir :) Kanski gæti þetta veriðð einhverjir úr mínum ættbálk , hver veit :) Kv til þín
Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.