Ótrúleg della að reka Sigmund

 

Ég hef nú sagt upp áskrift af  Morgunblaðinu. Ég er hundfúll að Sigmund sé hættur að teikna myndir  í blaðið og skil ekki ritstjórn Mbl að láta þetta ótrúlega góða efni  fara frá blaðinu. Það er staðreynd að manni hlakkaði alltaf til á  morgnana  að sjá mynd Sigmunds sem fékk mann ávalt til að byrja daginn með góðu brosi og stundum skellihlátri. Ef ég man rétt þá var gerð könnun hér fyrir nokkrum árum hvað lesendur blaðsins læsu mest eða skoðuðu af þeim málaflokkum sem í blaðinu var. Þar voru myndir Sigmunds í efsta sæti með yfir 90% lestur, Þetta hefur örugglega ekki breyst.

Sigmund er ekki bara skopteiknari á heimsmælikvarða eins og dæmin sanna, (en margar myndir hans hafa ratað í erlend stórblöð) heldur eru myndir hans með ólíkindum góðar fréttaskýringar sem allir menn skilja sem það vilja.

Þessi nýja ritstjórn mbl heldur kannski að það séu Staksteinar sem selja Mbl eða forustugreinar blaðsins , nei ég verð að viðurkenna að ég er löngu hættur að lesa þessháttar greinar í þessu blaði. Það sem ég á eftir að sakna frá Mbl er sú almenna umræða sem ennþá  fær að fara fram í blaðinu, en mig grunar að þess verði ekki langt að bíða að þar verði einnig klippt á frjálsa umræðu. Ég er sannfærður um að þessi ritstjóri blaðsins hefur rekið Sigmund eingöngu vegna þess að hann er hræddur við myndirnar hans, þær koma jú við kaunin á mörgum, sem eiga kannski hlut í sameinuðum blöðum og auglýsa  þar. Fyrverandi ritstjórar Mbl höfðu kjark sem kannski vantar nú hjá þeim mönnum sem ritstýra blaðinu á nýjum tímum.

Ég  hef verið áskrifandi að blaðinu allar götur síðan 1971 en án mynda Sigmunds hef ég ekki áhuga á  Morgunblaðinu.
Kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú hélst út aðeins lengur en ég, en ég byrjaði 1973 og hætti að kaupa snepilinn í fyrra. Þú getur verið viss um að einskis er að sakna og þegar eitthvað markvert er á ferðinni (eins og viðtalið við Bjögga í dag) þá fer ég bara og kaupi það eintakið...Sigmund verður alltaf hægt að fá án Mogga....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hafsteinn, já vonandi er þetta rétt hjá þér  að maður eigi ekki eftir að sakna blaðsins eftir að hafa verið áskrifandi öll þessi ár. En eins og ég segi Morgunblaðið án Sigmunds er bara ekki það Morgunblað sem ég var áskrifandi að þess vegna geta þeir átt það mín vegna.

Takk fyrir innlitið 

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.10.2008 kl. 15:15

3 identicon

Nú er ég hissa :) En rosalega líst mér vel á að þú sért búin að segja blaðinu upp, eina sem mér fannst gaman að lesa í mogganum var strjörnuspáin (sem ég get núna séð á mbl.is) og Ást er..... ;)

knús

Harpan

Harpa Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband