16.10.2008 | 23:37
Sjómannadagur í Vestmannaeyjum 1973
Skemmtileg mynd frá eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973
Þessi mynd er tekin við minnisvarðan við Landakirkju á Sjómannadaginn gosárið 1973. Þetta er skemmtileg mynd sem sýnir Einar J. Gíslason minnast þeirra sem hafa druknað, eða hrapað í fjöllum við Vestmannaeyjar. Einar var fengin til að koma út í Eyjar þennan dag til að þessi þáttur Sjómannadagsins félli ekki niður þó önnur hátíðarhöld hafi verið haldin í Reykjavík, þessu man ég vel eftir. Á myndinni má líka sjá vörubíla og ámoksturstæki við vinnu við að hreinsa vikur sem dreifðist yfir Heimaey.
kær kveðja
Athugasemdir
Sæll Simmi 'eg man vel eftir þessum dögum var í því að moka frá stittunni gaman að þessum myndum hjá þér kveðja Helgi Lása
Helgi Lása (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:40
Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið, já það er gaman að skoða þessar gömlu myndir, og sem betur fer eru margir aðrir sama sinnis, það sér maður á heimsóknum á síðuna þegar ég set þessar gömlu myndir inn.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 14:18
Þessu gleymir maður ekki.það er virkilega gaman að sjá þessar myndir frá gamla tímanum í eyjum.Ég komst fyrir nokkrum árum í myndir hjá Stjána á Emmunni það var hafsjór af fróðleik,sjá frændfólk og aðra sem maður þekki eða þekkir til endilega haltu þessu áfram félagi.
Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 21:33
skemmtileg mynd. Er enþá til sjómannadags blöð í eyjum frá sjómannadeginum 2001 og þá á ég við minningargreinar sem maður gæti falast eftir ???? Bestu kv á þig
Erna Friðriksdóttir, 21.10.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.