Sjómannadagur í Vestmannaeyjum 1973

 Skemmtileg mynd frá eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973 

Sjómannadagur 1973 t

Þessi mynd er tekin við minnisvarðan við Landakirkju á Sjómannadaginn gosárið 1973. Þetta er skemmtileg mynd sem sýnir Einar J. Gíslason minnast þeirra sem hafa druknað, eða hrapað í fjöllum við Vestmannaeyjar. Einar var fengin til að koma út í Eyjar þennan dag til að þessi þáttur Sjómannadagsins félli ekki niður þó önnur hátíðarhöld hafi verið haldin í Reykjavík, þessu man ég vel eftir. Á myndinni má líka sjá vörubíla og ámoksturstæki við vinnu við að hreinsa vikur sem dreifðist yfir Heimaey.

kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi  'eg man vel eftir þessum dögum var í því að moka frá stittunni gaman að þessum myndum hjá þér  kveðja Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið, já það er gaman að skoða þessar gömlu myndir, og sem betur fer eru margir aðrir sama sinnis, það sér maður á heimsóknum á síðuna þegar ég set þessar gömlu myndir inn.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þessu gleymir maður ekki.það er virkilega gaman að sjá þessar myndir frá gamla tímanum í eyjum.Ég komst fyrir nokkrum árum í myndir hjá Stjána á Emmunni það var hafsjór af fróðleik,sjá frændfólk og aðra sem maður þekki eða þekkir til endilega haltu þessu áfram félagi.

Guðjón H Finnbogason, 19.10.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

skemmtileg mynd.   Er enþá til sjómannadags blöð í eyjum frá sjómannadeginum 2001 og þá á ég við minningargreinar sem maður gæti falast eftir ???? Bestu kv á þig

Erna Friðriksdóttir, 21.10.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband