16.10.2008 | 22:37
Njótum dagsins við eigum hann
Einn góður vinur minn frá Ísafirði sendi mér þetta í dag.
Njótum dagsins, við eigum hann
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Höfundur óþekktur
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Já maður ætti að fara eftir þessari vísu :) Um að gera bara að vera nógu xxxx jákvæður þá gengur allt miklu betur og hugsa eins og sannur íslendingur : Þetta reddast
knús frá okkur hér í TILST
Harpan
Harpa Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:37
Heil og sæl Harpa mín og takk fyrir innlitið, takk fyrir knúsið og við biðjum að heilsa Þór og Kolbrúnu Soffíu og auðvitað þér Harpa mín. Hafið það sem best og það styttist í að þið komið í heimsókn.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2008 kl. 22:43
Sæll og blessaður. Gaman að sjá ljóðið mitt hér, en það er sem sagt eftir mig, Unni Sólrúnu Bragadóttur.
Njóttu heill.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.