16.10.2008 | 22:47
Englendingar eru ekki okkkar vinaþjóð
Síðan hvenær hafa Englendingar verið vinaþjóð okkar?
Það eru jú nokkrir enskir togarasjómenn sem við höfum bjargað úr sjávarháska hér við íslandsstrendur, og víst hafa enskir togarasjómenn einnig bjargað íslenskum sjómönnum úr sjávarháska hér áður fyr þegar þeir voru við veiðar hér við land, sérstaklega þegar við vorum á smærri bátum. Þessir menn og fjölskyldur þeirra hafa svo sannarlega sýnt okkur vináttu sem við skulum muna, meta og gjalda í sömu mynt.
En að Englendingar almennt hafi gegnum tíðina sýnt okkur einhverja sérstaka vináttu er af og frá, þvert á móti hafa þeir sýnt okkur yfirgang og frekju t.d. í þorskastríðinu. Þeir eru en þá grútfúlir yfir því að skíttapa í því stríði, sem sannar það að þeir eru ekki vinaþjóð en þeir eru langræknir. Nú í okkar miklu erfiðleikum sýndu þeir enn og aftur að þeir hugsa eins og alltaf fyrst og fremst um sjálfum sig, alla vega hafa ráðamenn þeirra skaðað okkur meira en nokkur önnur þjóð. Við ættum því ekki að kalla Englendinga vinaþjóð, því það er hún alls ekki.
Á næstu mánuðum kemur í ljós hverjir eru traustir vinir okkar.
Athugasemdir
Vel að merkja þá er Gordon Brown Skoti en ég hef reynda fundið fyrir einstökum velvilja Skota í garð Íslendinga og þess vegna kemur þessi illvilji Gordons Browns í garð Íslendinga eilítið á óvart en það er rétt að reyna að skilja það í ljósi þess að hann hefur aldrei verið kosinn af bresku þjóðinni til að gegna forystu og mjög litlar líkur eru á því að hann hljóti kosningu.
Sigurjón Þórðarson, 16.10.2008 kl. 23:26
Jæja Simmi minn. Af því hefur ætlaðir nýlega að setja þig inní Enska fótboltan, en það fór nú eins og það fór, og komið er á bann við umræðum um þann kúltúr í kaffihorninu hjá okkur langar mig að koma því til þín að Arsenal vann sinn leik í gær og ekki orð um það meir. Sjáumst á morgun !
Jóhannes Einarsson, 19.10.2008 kl. 10:27
Heill og sæll Kæri bloggvinur og vinnufélagi, við vorum búnir að setja bann við umræðu um enska boltan og ég stend við það þó það sé mér erfitt eins og þú veist það er meira segja erfitt að ræða nú um formuluna þar sem í fyrsta sæti er breti . (Sennilega aðfluttur) Mér dettur ekki í hug að nefna nafnið hans.
kær kveðja, já við sjáumst á morgun
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 14:12
Sæll Sigmar.Þú mátt nú ekki falla í þá gryfju að dæma alla bresku þjóðina fyrir þetta snakk í ráðherrum bresku stjórnarinnar, rétt eins og við gerum kröfu til að Bretar fordæmi ekki alla þjóðina hér fyrir óhæfuverk nokkura manna með tilstyrk íslenskra ráðamanna. Bretar eru mikið sóma fólk það vitum við báðir og það erum við líka og eigum engan þátt í því hvernig komið er. En hér fylgir með kvæði Aðalsteins Kristmundssonar / Steins Steinar sem á sínum tíma vandaði þeim ekki kveðjurnar og talaði tæpitungulaust að venju.
Inperium Britannicum
Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór,
og enginn kom að verja málstað þinn,
ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór
til fundar við hinn leynda ástvin sinn.
Þú brennur upp, þér gefast engin grið,
og geigvænt bál þú hefur öðrum kynt.
Ó, lát þér hægt, þótt lánist stundarbið.
Að lokum borgast allt í sömu mynt.
Og jafnvel þótt á heimsins ystu nöf
þú næðir þrælataki á heimskum lýð,
það var til einskis, veldur stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.
Steinn Steinarr, Ferð án fyrirheits, 1942
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:07
Heill og sæll Heiðar og takk fyrir skemmtilega athugasemd og ljóðið eftir Steinn Steinar. Eins og þú sérð á þessu bloggi mínu er þetta nú ekki djúpt hugsað en samt það sem kom upp í huga minn þá stund sem ég settist niður og skrifaði þetta. Auðvitað getur maður ekki dæmt alla bresku þjóðina, en bretar eru alment ekki í mínum huga vinaþjóð, einfaldlega vegna þess að þeirra ráðamenn hafa ekki sýnt það með gerðum sýnum gegnum árin. En auðvitað er til mikið af góðu fólki þar eins og alstaðar annarstaðar.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.10.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.