15.10.2008 | 22:00
Skemmtilegar myndir frá Kárahnjúkum
Fyrir nokkrum árum var ég ásamt Ingvari Engilbertsyni við vinnu við Kárahnjúka, vorum við þarna að vinna með Borróbor frá Siglingastofnun og var verk okkar að kanna jarðveg undir áætlaðar stíflur sem síðar voru gerðar þarna upp á hálendi. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Allt þetta landslag er nú komið undir vatn sem nú knýr Kárahnúkavirkjun sem framleiðir rafmagn fyrir Álverið á Reyðarfirði.
Mynd 1. Gljúfrin og Kárahnjúkar fyrir miðju. Mynd 2. Gljúfrin og Sandfell til vinstri aðeins bla toppur þess stendur uppúr vatninu
Mynd 3 og 4. Ingvar Engilbertsson og Sigmar Þór Sveinbjörnsson við Borroborinn.
Ingvar og Kárahnjúkar í baksýn
Kær kveðja
Athugasemdir
Það er fallegt þarna eins og á mörgum stöðum á Íslandi.Berðu þeim féllogum Sigga,Guðmundi Bernóduss,Ingvari og Sigurjóni Kveðju mína og hún er líka til þín félagi.
Guðjón H Finnbogason, 16.10.2008 kl. 20:08
Heill og sæll Guðjón, Já það var virkilega fallegt þarna uppi á hálendinu, þó margir hafi reynt að telja mönnum tú um annað. Og ég hafði mjög gaman af því að vera þarna í vinnu, hafði aldrei áður komið upp á hálendi Íslands.
Já ég skal skila hveðju til þeirra frá þér Guðjón, og þakka þér kveðjuna og mörg innlit hér á síðuna.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.10.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.