Vertu alltaf hress í huga, það er best

 

Gott að hafa þetta í huga þessa dagana.

 

Vertu alltaf hress í huga,

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga,

baggi margra þungur er.

 

Vertu sanngjarn, vertu mildur,

vægðu þeim sem mót þér braut.

Bið þinn Guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda og þraut.

 

Treystu því að þér á herðar,

þyngri byrði ei varpað er.

En þú hefur afl að bera,

orka blundar næg í þér.

 

Þerraðu kinnar þess er grætur,

þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta,

sólargeisla kærleikans.

 

Höfundur ókunnur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi Góðar hugvekjur hjá þér kreppan er ekki komin til Eyja enþá við bíðum bara   kveðja Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi takk fyrir innlitið, já vonandi kemur kreppan ekki af fullum þunga til Eyja. Ég er nú að þvælast dálítið um landið í minni vinnu og mér finnst mun betra hjóðið í fólkinu úti á landi heldur en hér á Reykjavíkursvæðinu. Sérstaklega finnst mér mikil breyting á viðhorfi fólks í Vestmannaeyjum, þar virðast allir hafa nóg að gera og allir bjartsýnir.                                      Er ekki allt gott að fétta af ykkur, eruð þið ekki en með fyrirtækið.

Við biðjum að heilsa Mörtu 

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.10.2008 kl. 15:08

3 identicon

Sæll vertu Simmi minn...Flott hugvekja,,ekki veitir af,þegar við förum í gegnum þessar hremmingar.Kannski verður staðan sú  að það þyki aftur fínt að að vera með "sjávarins seltu í hári" og lykta af "slori"svo maður tali nú ekki um "fjósalyktina"..Eins og Helgi sagði "kreppan er ekki hér"Svo maður noti útlensku "We are on the sunny side"

með vinarkveðju þs

þs (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 15:19

4 identicon

Sæll Simmi   Jú það er allt með sama hér hjá okkur nóg að gera enda sagði Gunnar Marel gamli við mig að þeir sem lifa á skit þeir lifa vel því það er alltaf nóg af honum  kveðjur til ykkar  Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll vinur Þórarinn, og takk fyrir innlitið, Já ég heyri það og finn að kannski eru fleiri að fá áhuga á sjávarútvegi og fiskvinnslu ( aurunum sem sú atvinnugrein skapar). Það vari jákvæð þróun,  og ekki síður má meta okkar landbúnað meira en gert hefur verið á undanförnum árum. Batnandi mönnum er best að lifa er það ekki þórarinn ?. Við þurfum að gera meira af því að kynna þessa atvinnuvegi og nú er lag til þess. Þakka þér fyrir þínar hugleiðingar, því miður virðast fáir núorðið hafa áhuga á að setja inn athugasemdir og skapa þar með umræðu, en umræða er nauðsynlegt á þessum siðustu og verstu tímum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.10.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Það er gott að þetta gengur vel hjá ykkur, Gunnar Marel var skemmtilegur karl og kannski maður setji nokkur orð um hann hér á síðuna bráðlega. Hann er mér sérstaklega minnisstæður vegna samskipta hans við okkur peyjana þegar við vorum að sníkja efni í boga eða sverð í gamla daga.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.10.2008 kl. 21:32

7 identicon

Sæll Simmi  Gunnar var flottur kall hann lá á spítalanum gamla sem er nú ráðhúsið og ég var að gera hreynt og honum fanst þetta vera kellinga djobb en kom svo stuttu seinna og sagði þetta við mig og mér leið mikið betur áeftir Kveðja Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:32

8 identicon

Sæll vertu Simmi minn..Ég man á stjórnmálafundi í Höllinni í gamladaga,að Ársæll Sveinsson,byrjaði svona, reyndar sá síðasti á mælendaskrá og hann sagði"Nú er komin nótt"..Auðvitað var var farið að kvölda,en hann og þessir karlar sem þá stýrðu skyldu ekki eftir vandræði handa okkur..Það verður ekki sama sagt um vatnsgreiddu unglingana í bláu skyrtunum,með Jean paul gaultter ilmin á bak við eyrum..Simmi einu sinnni fyrir margt löngu vorum við í þeirra sporum í "bítla fötum með OLD SPICE "...Simmi   "nú er nótt" hver á sökina sannarlega veit ég ekki,en eitt veit ég að"mamma"hefði ekki pressað fötin fyrir mig ef ég ætti ekki fyrir "ballinu" með vinarþeli þs

þs (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:07

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þennan pistil, Já manni verður oft hugsað til þessara daga sem þú nefnir. Að eiga ekki fyrir ballinu segirðu, jú þegar maður var sjálfur farinn að vinna átti maður nú oftast fyrir ballinu, en svo var kannski ekki alltaf þegar haldin voru böll í gaggó. Þá fékk maður ef til var peningur fyrir inngangi og einni SPURFLÖSKU  BÚIÐ. En þetta er sem betur fer liðnir tímar og koma vonandi ekki aftur. Gaman að þú syldir nefna Old spice, í ágúst var ég í Danmörku og kominn í búð þar sem ég sá alla Old spice línuna: rakspíra, raksápu, svitalyktaeyði og fl. Mér dauðlangaði að kaupa þetta bara til gamans, en lét  næja að opna rakspíran og þefa vel og lengi. Takk fyrir þinar skemmtilegu athugasemdir Tóti minn við biðjum að heils Gunnu.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 17:26

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Góður kveðskapur félagi gott innlegg á rótartímum.

Guðjón H Finnbogason, 13.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband