10.10.2008 | 17:50
Blessuð sé minnig frjálshyggjunar
Það er ekki laust við að hugurinn dvelji einum of mikið við peninga þessa dagana.
Manni verður hugsað til þeirra manna sem vörðu þessa frjálshyggju og útrásarstefnu með kjafti og klóm, þeir vildu t.d. gleypa Íbúðalánasjóð og margt fl. sem vel hefur gengið hjá Ríkinu. Nú hefur því miður komið í ljós að þessir menn sem stjórnuðu bönkunum og svokallaðri útrás voru ekki eins klárir og þeir sjálfir og margir fleiri héldu. Einnig sést og heyrist litið í þeim sem vörðu frjálshyggjuna sem auðvitað er vel skiljanlegt.
Á náttborðinu mínu hefur lengi verið lítil bók sem heitir: Vel mælt tilvitnanir til íhugunar og dægradvalar, Sigurbjörn Einarsson tók saman. Þessa bók tek ég oft og les mér til skemmtunar og fróðleiks, því margt er hægt af henni að læra, þar segir t.d. um banka:
Banki er staður, þar sem menn lána þér regnhlíf, þegar veðrið er gott, og heimta hana aftur þegar fer að rigna. Róbert Frost.
Banki er staður, sem bíður að lána þér peninga, ef þú getur sannað að þú þurfir ekki á þeim að halda. Bob Hope.
Vonandi verðum við íslendingar fljótir að ná áttum í þessari kreppu og vonandi lærum við mikið af þeim STÓRU mistökum sem við gerðum, og við öll nú blæðum nú fyrir.
Kær kveðja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.