Ísland er landið þitt

Nú á þessum erfiðleika og óvissutímum kemur aftur og aftur upp í hugann þetta fallega ljóð eftir Magnús Þór, þetta ættum við að spila oftar á útvarpsrásum.  

Hér eru tveir vitar staðsettir á okkar fallega lendi, spurningin er: Hvaða vitar eru þetta og hvar eru þeir staðsettir ? Svar óskast ?

Svar: Hópsnesviti og Hvalnesviti

 _MG_0670 (Medium) _MG_1066 (Medium)

 Ísland er land þitt

Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.

Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

       Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir

Kær kveðaja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þetta er auðvita Stokksnesviti, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar aftur, ég var eitthvað fljótfær á mér áðan, en myndin hægramegin er að mér finnst vera Stokknesviti, og vinstramegin held ég að sé en veit ekki hvort er rétt en ég giska á Dyrhólaey. Kær kveðja aftur frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 00:10

3 identicon

Sælir herra Sigmar.

Sá með mastrinu á bak við sig er á austurlandi rétt norðan Berufjarðar,man ekki nafnið higg þekki ég ekki,gæti samt verið Stokksnesviti,allavega ekki Dyrhólaey eður Ingólfshöfða.

Kv Laugi

Laugi (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:49

4 identicon

Ísland er land þitt 

 er eitthver fallegasta ástajátning til landsins sem til er á Íslensku.

Laugi (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Helgi og Laugi rétt svar er: Hópsnesviti og Hvalnesviti

Þakka ykkur kærlega innlitið og athugasemdir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband