14.9.2008 | 16:18
Gamlar myndir frá Sjómannadegi í Vm líklega frá 1957
Kristinn Sigurðsson skipstjóri og Slökkviliðsstjóri ásamt Ólafi Ólafsyni skipstjóra, 'Olafur var farsæll skipstjóri í tugi árra á Létti. þeir eru hér að sýna reykblys á Sjómannadaginn. Kristinn var mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna og var formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja í fjölda ára.
Þessi maður heitir Sigurvin Þorkelsson og er faðir Ásgeirs Sigurvinssonar fótboltakappa með meiru, hann er þarna að taka þátt í beitningarkeppni á Sjómannadaginn. Seinni myndin er af óþekktum manni ( ég þekki hann ekki) og Gúmmíbjörgunarbát, en það var mjög vinsælt sýningaratriði á sjómannadögum hér áður fyr að sýna hvernig Gúmmíbjörgunarbátar voru blásnir upp og menn klifruðu upp í þá.
Allar þessar myndir tók Friðrik Jesson líklega á Sjómannadaginn árið 1957.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Simmi Getur þetta verið Villi skipstjóri á Kóp ve 11 dálítið líkur honum kveðja Helgi Lása
Helgi Lása (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:11
Gaman að sjá þessar myndir, held ég verði að sýna mömmu þær sem er ekki tölvuvædd. en hún þekkir þetta allt saman......... Gætir þú nokkuð átt mynd af Haraldi Magnússyni í þínum fórum ?? Eða Friðrik Friðriksyni ???? Eða af Mb Freyju man ekki nr en hann hét Eggert sam að átti hana ef ég man rétt og bjó á Búastaðargraut 3 fyrir gos...... Bara spyr svona af gamni ef þær væru til. Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 16.9.2008 kl. 16:57
Sæll Sigmar, ég er sammála nafna mínum Lása og ef ekki er Villi heitin þá dettur mér í hug Gaui heitin Mánga, kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 17.9.2008 kl. 21:10
Heilir og sælir Helgi og Helgi, nei þetta er örugglega ekki Villi á Kóp það er örugt, og ég held ekki Gaui Manga. Það hlítur einhver að þekkja þennan mann, endilega setjið þá inn athugasemd.
Sæl Erna ekki man ég eftir myndum af Haraldi og Friðrik, en þó gæti það verið því ég var með Halla á Leó þegar hann var þar vélstjóri. Ekki kannast ég við að Eggert hafi átt bát sem hét Freyja en þó getur það verið þó ég muni það ekki. Í bráð man ég bara eftir Freyju sem Sigurður Sigurjónsson átti ásamt Gústa Matt. Og Adólf Magnússon átti trillu sem hét Freyja. 'Eg athuga með myndirnar og ég bið að heilsa mömmu þinni.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.9.2008 kl. 22:50
Sæll vertu Simmi minn..'eg er 99% öruggur að Eggert Ólafsson sem átti heima á Búastaðabrautinni fyrir gos átti og var með bát sem hét Freyja,Eggert var bróðir Sigga Vídó Guðna á Gjafar og Einars á Kapinni
þs (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:54
Heill og sæll Þórarinn þakka þér fyrir þessar upplýsingar, það væri gaman ef fleiri væru jafn duglegir og þú að setja inn athugasemdir.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2008 kl. 21:40
Sæll Simmi.
Það er rétt hjá Þórarni að Eggert Ólafson og Guðni Sigurðsson áttu bát sem hét
Freyja VE 125 smíðuð í Danmörku 1930 23. brl. upphaflega með 76 ha. Tuxham.
og hét þá Sigurður Gunnarsson GK 525.
Þeir félagar eignast bátinn 30. sept 1970 og seldu 10. des. 1973
( Jón í Bólstaðarhlíð )
Kv. Leifur í Gerði
Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.