Huginn VE á síldveiðum inni í Vestmannaeyjahöfn og fl

Huginn VE á síldveiðum  í Vm höfn                        slide28

Huginn VE á síldveiðum inni í vestmannaeyjahöfn, Gullborgin að landa við Básaskersbryggju, Binni og Sjonni bilstjóri standa þarna á bryggjuni. Myndina hefur líklega Sigurgeir tekið. Þarna hefur Binni og áhöfn hans verið með góðan afla það sjáum við á því að panntaður hefur verið krani til löndunar og örugglega hefur Högni verið kranastjóri.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Fróðleg síða hjá þér Sigmar, ég silgdi á Herjólfir 75 til 76 eða þangað til hann var seldur úr landi, fór að vísu ekki síðustu 3 túrana, svo ég hef nokkur tenglst við eyjar

Gullborgin liggur nú við Mýrargötu 101 Reykjavik, hef verið að velta fyrir mér af hverju Eyjamenn taki ekki bátinn til sín og varðveiti - sagan liggur hjá ykkur en ekki hér í bænum

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2008 kl. 16:58

2 identicon

Í öllum bænum ekki meira af gömlum bátum hingað til Eyja við erum með Blátind og hann er okkur ekki til sóma

þs (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:33

3 identicon

Ég hélt að Blátindur væri í fínu lagi og góðu viðhaldi,annars á ég myndir af honum á Ólafsfirði í mjög svo slæmu ástandi,og var mjög fegin er eyjamenn tóku hann og gerðu upp,að ég hélt.enda smíðaður af afa Gunnari Marel.

Laugi (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband