8.9.2008 | 19:08
Fyrsti vísir að hljómsveit SÓ í Vestmannaeyjum.
Danshljómsveit Sigurðar Óskarssonar var óhemju vinsaæl hljómsveit á sínum tíma, Hún spilaði í Alþíðuhúsinu og Höllinni og auk þess á Hótel HB og uppi á landi. Á þessari mynd má sjá fyrsta vísir að hljómsveitinni. Myndin er tekinn í stofunni heima hjá Sigurði Óskarsyni ( SÓ) að Helgafellsbraut 31 en þar æfðu þessir strákar sig á þessi hljóðfæri.
Hljómsveitarmeðlimir Þráinn Alfreðsson píanó, Þórarinn Sigurðsson (Tóti rafvirki) trompet, Sigurður Óskarsson trommur, Kjartan Tómarsson gítar.
Seinni myndin: Friðrik Óskarsson bróðir Sigga, Stefán Geir Gunnarsson og Sigurður Óskarsson.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll vertu..Flott mynd bandinu hans Sigga,man vel eftir þessum árum Þá voru haldnar kvöldskemmtanir og böll í bílskúrnum á Hvassafelli,mikið fjör, og í útihúsinu við hliðina á bílskúrnum var fundaraðstaða leynifélagsins "Svarta Örin"og vorum peyjarnir í hverfinu meðlimir í þessu virta félagi,hef oft velt því fyrir mér hvað Soffía,tengdamóðir þín var róleg yfir uppátækjum okkar,og að hún skyldi leyfa æfingar í betri stofunni,bara fæ ég ekki skilið,en toppurinn á þessu var,að æfingum loknum var okkur boðið í mjólk og brúna tertu,finn enn bragðið kv
Þs (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:25
Heill og sæll Þórarinn og þakka þér kærlega fyrir þessa skemmtilegu athugasemd og upplýsingar um liðna tíð. Við peyjarnir vorum líka með svona leynifélag sem ég er reyndar búinn að gleyma hvað hét. Við Kolla höfðum líka mjög gaman af lýsingu þinni á Soffíu tengdamóðir minni, en þetta er einnig mín reynsla af þessari frábæru konu, hún vildi allt fyrir alla gera.
Enn og afur þakka þér fyrir þessar upplýsingar sem tengdust þessari mynd.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.9.2008 kl. 11:17
Sæll Simmi.
Frábærar myndir og rifjar upp skemmtilega tíma, nánast eins og það hafi gerst í gær.
Það var svolítið gaman að koma í bílskúrinn á Hvassafelli á fullorðins árum skúrinn rétt passaði fyrir Skódann, en var samt hið fullkomna leikhús á árunum áður.
Kv. Leifur í Gerði
Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:14
Sæll aftur..Ein lítil saga af okkur Sigga á Hvassó,Það gerðist eitt sinn fljótlega eftir að "hvolpurinn"fór að gelta í okkur að við ákváðum að bjóða 2 ungum huggulegum skvísum í samkvæmi heim til Sigga á Helgafellsbrautina og átti að halda samkvæmið í "verelsinu" sem Siggi hafði í kjallaranum,en því miður uppgötvaði Soffía tengdamóðir þín hvað stóð til,og við Siggi tölum um það enn í dag þegar hún kom niður og tilkynnti okkur,að "party með xxxxxx´og þannig stelpum kæmi ekki til greina í hennar húsum" Ég held að við Siggi stöndum í stórkostlegri þakkarskuld við hana, að hafa stoppað þetta,hver veit hvar værum staddir núna ef hennar hefði ekki notið við
þs (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.