Ljósanótt 2008 í Reykjanesbæ

 Þeð er skemmtilegt að fara til Keflavíkur á Ljósanóttsdögum, þar hittir maður mikið af Vestmannaeyingum, skoðar ýmsar sýningar sem þetta árið voru þær bestu sem hafa verið gegnum árin. Þar sem maður hefur kannski mest gaman af að skoða eru skipslíkönin í Dushúsi, maður fær aldrei leið á að skoða þau þó maður fari á það safn mörgum sinnum á ári.

IMG_1531 IMG_1533

 Á þessari fyrstu mynd er Hildingur VE 3 þennann bát lét Helgi Ben smíða og var hann gerður út frá Vestmannaeyjum í mörg ár og mig minnir að Kristinn pabbi Óla hafnarstjóra í Eyjum hafi verið með hann fyrstu árinn, annar eins bátur var einnig smíðaður fyrir Helga Ben og hét sá bátur Frosti VE og var Ingólfur Matthíasson skipstjóri á honum.

IMG_1538 IMG_1549

Þessar myndir eru af heimili  Siggu tröllskessu og tröllskessunni sjálfri, það er virkilega gaman að skoða þetta risastóra rúm, borð og skessuna sjálfa. Þessir Ljósanóttsdagar eru virkilega þess virði að koma og heimsækja Reykjanesbæ. Takk fyrir góða skemmtun í Reykjanesbæ

  IMG_1546 IMG_1550 

Á þessaum myndum sést vel stærðin á rúminu og skessunni.

kær veðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband