3.9.2008 | 20:27
Þrjár gamlar Þjóðhátíðarmyndir.
Á þjóðhátíð árið 19xx Jörgen Nabý Sigmar Þröstur Óskarsson síðar handboltastjarna með stráhatt, Erla Sigmarsdóttir og Sigmar Þór. Seinni myndin er tekin nokkrum árum áður einnig á þjóðhátíð Grétar og Sigmar Þór Sveinbjörnsynir.
Myndin er tekinn á Þjóðhátíð tfh. Jóhann Hlíðar prestur, Þórður Gíslason netamaður og meðhjálpari, Rútur minnir að hann hafi verið Snorrason verslunarmaður, ég þekki því miður ekki fleiri á myndini. Ef einhver veit nöfnin á hinum þætti mér vænt um að fá hér athugasemd.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
þú hefur verið með flottari mönnum í Dalnum í þessum hvítu jakkafötum, greinilega langt á undan þinni samtíð þarna.
Hvernig litu þau út eftir fyrsta ballið ?????
Petur Steingríms. (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:54
Heill og sæll Pétur langt síðan þú hefur sett inn athugasemd, já við vorum í siglingum til Englands á þessum árum frændurnir og versluðum þá þessi föt. Þú spyrð hvernig þau litu út eftir fyrsta ballið?
Eins og þú sérð er fólk í sparifötunum á daginn, labbar um dalinn og sér ekki vín á nokkrum manni, þannig var þetta í denn. það hefði nú ekki gengið að sitja við brekkusönginn í hvítum fötum þó maður sé bara nokkuð hreinlegur. Þannig að um kvöldmat fór mannskapurinn heim og skipti um föt og þá var í lagi að setjast í brekkuna og jafnvel fá sér smá neðan í því. Ertu búinn að gleyma þessu Pétur minn?
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.9.2008 kl. 21:21
Það er ég viss um að ungar og fallegar eyjastúlkur hafa ekki látið þig "suða" lengi í þessari stæl "gæ" múnderingu,sérlega á balli í Alþýðuhúsinu þar sem hljómsveit SÓ spilaði,, man eftir ykkur félugunum á þessum árum,þið voruð sigldir og veraldarvanir heimsmenn,í flottum fötum sem voru keypt í útlandinu kv þs,,
þs (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:40
Heill og sæll Þórarinn já það var oft gaman á böllunum í Alþíðuhúsinu, Höllinni og HB á þessum árum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.9.2008 kl. 21:53
Afhverju fékk ég ekki svar við spurningunni með "suðið" veit að Siggi mágur þinn bíður jafn spenntur og ég eftir því,,við munum svo sannarlega eftir athyglinni sem þið frændurnir fenguð,mættir á ball,í flottu "bítlaoutfitti"sem við fjörulallarnir í vaðmálsfötunum,áttum ekki séns í,jafnvel þó við versluðum við Jóa í Drífanda,,kv þs
þs (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 22:16
Sæll Sigmar, það eru fleiri sem bíða eftir svari,
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 14:48
Heilir og sælir, sumir hafa svo gott minni að þeir muna meira en gerst hefur
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.9.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.